eitthundraðsjötíuogtvær

greiningar búnar af hér umbil áttahundruð, tekst vonandi að klára þær fyrir jól svo framarlega sem ofurtölvan í Osló fari ekki í hakk við einhverja af þessum sexhundurð sem eru eftir, tekur reyndar ekki nema svona sólahring að reikna hverja og blessunarlega er hægt að reikna fleiri en eina samtímis svo ég þarf ekki að bíða í á þriðja ár í viðbót eftir niðurstöðum. Þá er ég búinn að upplýsa um stöðuna á náminu í dag.

Ætlaði að reyna að skrifa einn pistil án þess að hallmæla ESB en get það eiginlega ekki, verð eiginlega að minnast aðeins á þá umræðu sem dúkkaði enn einu sinni upp í dag hjá fylgjendum ESB um bændur. Þar var andstöðu bænda líkt við mótmæli þeirra við símalagninu fyrir 100 árum, heldur finnst mér þetta ójafn samanburður hjá þeim og hreinlega lykta af gríðarlegri vanþekking. Fyrir tæpu ári ritaði ég smá pistil og skoðum mín á hinum úrkynjað kynstofni Íslendinga hefur barasta ekkert breyst á þessu ári.

Oft hef ég velt fyrir mér hvernig hægt er að koma íbúum innan ákveðins radíus frá póstnúmeri 101 í skilning um innlendan landbúnað. Hvort heimildarmyndin Lands míns föður hjálpar einhverjum þegar hún kemur til sýninga á næsta ári veit ég ekki, en af því sýnishorni úr myndinni sem nú má finna á netinu vona ég að svo verði.

Þar sem ég er nú búinn að henda inn einu myndabandi er rétt að setja inn annað. Það sem mér finnst skemmtilegt við þetta myndband er hvað Gunnlaugur Guðmundsson viðmælandinn er ákveðinn við þáttarstjórnandann Helga P. Væri nú gaman ef menn væru svona góðir með sig í viðtölum nú til dags og tækju jafnvel stjórnina af þáttastjórnendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband