Er ég Íslendingur?

já það er ég, þó ég búi um stundar sakir í ríkasta landi heims, með besta velferðarkerfi, að sögn heimamanna.

Ég fór að hugsa um þetta eftir að koma fréttainnskot frá Íslandi hér í norskum fjölmiðlum um helgina. Má nálgast það hér.

Þó alltaf megi vekja málstað á kreppunni þá fannst mér þetta svolítið mikið ýkt og velti því fyrir mér í þágu hverra starfa fjölmiðlar. Svona neikvæðar fréttir eru ekki beint uppörvandi, þær ýta undir neikvæða hugsun sem leiðir bara til meira volæðis. Kannski virkar þetta á útlendinga að þeir finni til með okkur en ég leyfi mér samt að efast um það.

Höldum þeirri staðreynd til haga að sem þjóð fórum við framúr sjálfum okkur og flestir tóku óbeint þátt í því, þó höfuðpaurarnir virðist ætla sleppa létt frá því. Kannski vegna þess að þeir kunnu að fara eins og kettir í kringum heita graut gallaðra tilskipanna frá einka- og sérhagsmunaklúbbnum í Brussel, sem ætlar síðan að þvinga okkur til borga þar sem þeir vilja ekki viðurkenna mistök sín á gölluðum hugmyndum sínum.

Íslendingar sem þjóð eiga nú að hafa þor til að hafna Ísbjörginni og síðan koma sér út úr þeim fíflaskap sem fylgir því, að kanna hvað er í boði hjá spillta klúbbnum í Brussel. Hef aldrei haft trú á svona ríkjabandalögum og velti því fyrir mér hvort þeir sem sækja það stífast að komast í þennan klúbb sé ekki fólkið sem nennir ekki að gera neitt, vilji helst sitja á fínum kaffihúsum alla daga og þamba latte og treysta á að allt sé rétt sem gerist inná kontór ESB handan við hornið. (ESB borga fólki nú þegar fyrir að gera hlutina ekki vegna þessa að það er óhagkvæmt, hversu gáfulegt sem það nú er!) Í þeirri fræðigrein sem ég legg nú stund á væri þetta fólk sennilega kallað úrkynjaði stofninn, allavega væri hann ekki nýttur til frekari kynbóta.

Stöndum því í lappirnar sem þjóð, vinnum saman, tækifærið er núna, fyrsta og langstærsta skrefið í því er jákvæð hugsun og leyfa engri neikvæðri hugsun að komast að. Einnig skora ég á fjölmiðla að hætta þessum volæðisfréttum dag eftir dag, flytja frekar jákvæðar og skemmtilegar fréttir. Það er erfitt ástand núna, en því fylgir sú áskorun að rétta það við og þetta fer allt einhvern veginn fyrir rest, VEL ef við höldum okkur fjarri spillta klúbbnum, ILLA ef við ánetjumst honum og leyfum honum að ráða öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEYR HEYR!!!

Þú ert glettilega góður penni Eyjólfur.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 18:01

2 identicon

Góður pistill, hjartanlega sammála!

Sigga systir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband