27.10.2008 | 19:32
Afkvæmarannsókn
Ég held barasta að sé kominn vetur ... sem er nú barasta ágætt.
Það segir manni að haustverkin séu að mestu búin, allavega er sláturtíðinni að mestu lokið, aðeins eftir að slátra þeim ám sem hafa lokið hlutverki sínu.
Því set ég hér inn niðurstöðurnar úr kjötmati og afkvæmarannsókn í Ásgarði í haust, er þokkalega sáttur nema að fitan er of mikil.
Vek sérstaka athygli á gráa hrútnum mínum Goða sem virðist hafa þó nokkra kjötgæðayfirburði þrátt fyrir að amma hans sé undan forystuhrút frá Langstöðum í Flóa en forystukindur geta seint talist góðar m.t.t. kjötgæða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008 | 13:30
Um miðjan október 2008 ...
... eru jólin víst á næsta leiti.
Allavega eru jólapiparkökur komnar í Bónus. Jólaölið hlýtur að fara að koma.
Mér finnst þetta nú fullsnemmt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2008 | 18:47
Skemmtileg athugasemd
Fyrir sex árum var ég í Fjölbrautaskóla Vesturlands, þá skrifaði ég ritgerð í landafræði sem ég opnaði fyrir tilviljun áðan þegar ég var að leita að gömlu skjali í tölvunni.
Þá sagði ég:
Landbúnaður var ætíð með mikilvægustu atvinnugreinum hérlendis þar til komið var fram á 20. öld, er vélvæðing landbúnaðar hófst. Það segir manni að Ísland hafi verið þróunarland fram á tuttugustu öld, enda var þetta að mestu leiti sjálfsþurftarbúskapur. Ísland yrði nú hálfpartinn þróunarland aftur ef fiskurinn hyrfi úr sjónum.
Og í athugasemd frá kennara fékk ég:
Hva! Hefurðu ekki trú á Decode, Pharmco, Össur, Kaupþingi og Norðurál?
Skemmtileg athugasemd í ljós frétta undanfarna daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar