Skriðfinnur Finni

Óska öllum gleðilegs sumars og vona að það sé komið. Væri nú alveg eftir yfirvaldinu að skella einu norðanskoti á í byrjun sauðburðar.

Hins vegar er Fimbulfamb gott og skemmtilegt spil til að lyfta sér upp úr námsbókunum. Í gær kom orðið Skirðfinnur fyrir og það merkir finnskur skíðamaður og merkilegt nokk það er skráð svo í íslenskri orðabók menningarsjóðs. Mér þætti nú gaman að vita ef einhver gæti skýrt þessa merkingu út fyrir mér því ég hef aldrei heyrt talað um Skriðfinn Finna.


Afdrif köfnunarefnissambanda í meltingarvegi jórturdýra

er það viðfangsefni sem heldur mér við lestur námsbóka þessa dagana og er ekki ýkja spennandi en betra en margt annað.

Held bara að vorið sé á næsta leiti hérna megin hnattar og ég er nú hálfpartinn farinn að bíða eftir því þó ég hafi verið búinn að fá mig fullsaddan af sumarhitum í lok janúar. Fékk póst að utan þar sem fólkið á sauðfjárbúinu sagði mér frá hrakförum sínum við nágranna sína en þeir hentu garðúrgangi yfir girðingu þar sem voru veturgamlar ær voru. Auðvitað voru þær forvitnar og fóru í hann, en hann innihélt eitraða plöntu og átta drápust og fleiri veiktust en þeim var ráðlagt að ormahreinsa þær með köldu TE til lækninga en ég veit ekki hvort það bar árangur.

Ég sendi súkkulaðiætunni Tony Miles á kúabúinu Síríus Konsum suðusúkkulaði og merkilegt nokk var það ekki endursent til Íslands eins og kom fyrir jólapakkann hans Ulrichs frá Austurríki í desember af því hann innihélt ólöglega jólatrésgrein úr Ölpunum. Í óspurðum fréttum stóðst íslenska súkkulaði vel undir væntingum og því getur Nói Síríus farið að hugsa um útflutning og keppt þar með við nýsjálenska súkkulaðirisann Cadbury

Hrósið að þessu sinni fær RÚV fyrir að flytja Shaun the Sheep á betri sýningartíma en lastið fær Bónus fyrir blanda EuroShopper á gosdrykkjamarkað hér, þvílíkur viðbjóður.

Þeir mega nú fá hrós fyrir nýju Bónus/Mjólku súrmjólkina sem er sennilega framleidd úr MS mjólk, veit samt ekkert hvernig staða þessa fyrirtækis er í dag. 


Vopnaburður

Aldrei dytti mér nú í hug að nota broddgölt sem vopn og hefur þetta án efa skeð á norðureyjunni enda var allt slæmt fólk á þeim hluta Nýja-Sjálands. En fimm ára fangelsi fyrir svona brot, þetta hljómar fyrir mér eins og uppskrift að góðum hrekk sem einhverjum dytti í hug hér á Íslandi, jafnvel bara hér á Hvanneyri ef broddgeltir lifðu hér.
mbl.is Ákærður fyrir að nota broddgölt sem vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er spurning ...

... rakst á auglýsingu í Fréttablaðinu í gær frá Söluturninum Jolla sem óskar eftir áreiðanlegu og stundvísu fólki í vinnu og góð laun í boði fyrir rétt fólk.

Spurning um að hætta bara í þessu námi og sækja um vinnu þarna, það væri nú ekki amalegt að hitta á Jolla í Jolla. 


Mótmæli

Það eru allir flutningabílstjórar að mótmæla þessa dagana háu eldsneytisverði, en á endilega að vera ódýrt að keyra. Eru ekki bílar og það að keyra eitthvað sem flokkast má sem munaður hinna efnameiri? ég spyr nú bara.

Annað sem ég heyrði og fannst svolítil þversögn í var þegar Sturla talsmaður flutningabílstjóra var í viðtali á Stöð 2 og borði var saman bensínverð á Íslandi og norðurlöndunum, þ.e. álögur hér á landi væru lægri en þar, Sturla benti þá á að laun verkamannsins þar væru hærri þar en hér og því væri þetta réttlætanlegt, þ.e. alltaf þyrfti að bera saman laun verkamanns við verðlag. Í næstu setningu á eftir bar hann Ísland saman við Afríku og bensínlítrinn þar væri 74 kr., aldrei var minnst á laun verkamannsins í þeim efnum sem ég held að séu miklu lakari en hér.

Þó að verð  sé hátt þá verða menn bara að sníða sér stakk eftir höfði og það er ekki sjálfgefið að hægt sé að fara á rúntinn á hverjum degi. Nefni samt hér að ég held að langur tími muni líða uns ég keyri 2000 km. fyrir 10000 kr. af bensín eins og ég gerði á Nýja-Sjálandi í lok janúar sl. og keypti bensínlítrann þar fyrir 85 kr./L.

Hins vegar varpa ég fram þeirri spurningu á ekki einfaldlega að leggja sérstakar álögur á eldsneyti í Reykjavík í því efni að styrkja almenningssamgöngur og fólk nýti sér þær umfram einkabílinn (t.d. 5-10 kr/L) en hafa það lægra úti á landi því við landsbyggðarfólk getum ekki sniðið okkur að almenningssamgöngum og þurfum ætíð að nota einkabílinn til að gera almenn innkaup. Það finnst mér réttlæti.


Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Apríl 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband