Vestlendingur eða hvað ?

Það fer loksins að styttast í að maður komist heim  að sinna ljósföðurstörfum á næturvaktinni í bankanum okkar. (Vona að flestir skilji líkingarmálið) Og eftir síðustu athugasemdir held ég að skásta lausnin til að forðast hagsmunaárekstrar sveitar og vinnu sé sú að velja sér starfið bóndi og halda sig að búsmalanum alla daga ársins.

Annars vonast ég til þess að þurfa ekki að sjá fleiri svona daga eins var við upphaf sauðburðar síðasta föstudag. Vonast bara til að sumarið sé komið til að vera, allavega fram á haustið.
IMG 4874
 Svona var umhorfs að kvöldi fyrsta dags sauðburðar !!
 
IMG 4873
Fyrstu lömb ársins 2008 voru undan Bifur 06-994. 
 
Bara eftir próf í áburðarfræði, búinn að spreyta mig á hinum ýmsu spurningum í vor, meðal annars hanna 2000 kinda fjárhús í landbúnaðarbyggingum ræða ítarlega um heymyglu fóðurs í Fóðurverkun, lét samt eiga sig spurninguna lýstu breytingum í slímhúð meltingarfæra hests í líffæra- og lífeðlisfræðiprófinu, enda sagði nú dýralæknir sem ég hitti og heyrði spurninguna bara “góðan daginn” og spurði hvort ég hefði séð inní hest, við krufðum reyndar innyfli úr folaldi í vetur en það var ekki nóg til að ég treysti mér í að lýsa slímhúðinni.

Fyrir þá sem finnst þetta áhugavert, drífið þá í að sækja um nám í búvísindum við LBHÍ, umsóknarfrestur rennur út 4. júní nk.
 
Ríkisstjórnir fær nú hálfgerða falleinkunn hjá mér og þó Jóhanna Sigurðardóttir hafi gert ágæta hluti í húsaleigubótum duga þær skammt fyrir þá sem hafa vísitölutryggða húsaleigusamninga, hækkun bótanna gerir ekkert annað en dekka hækkun síðasta mánaðar, ætli leigan á þessum 24 m2 verði ekki komin hátt í 50.000 í haust ef þjóðarskútan fer ekki að rétta úr kútnum.
 
Lýsi megnustu vanþóknun minn á DV, sendandi blaði til allra í dag og merkja að sérblað um Vesturland sé í því. Jújú það er blað um Vesturland en við fljótlega yfirferð þess sá ég ekki eitt aukatekið orð um Dalina sem er sannarlega á Vesturlandi, ég hef alla vega aldrei talið mig til Vestfjarða. Því velti ég því fyrir mér til hvaða landshluta ég teljist. Er DV kannski búið að búa til nýjan landshluta? Ja, maður spyr sig allavega.
 
Þar til eftir sauðburð...........

Prófatíð

er afskaplega leiðinlegt fyrirbæri, hvað þá á vorin þegar sauðburð og vorverk kalla mun meira á mann en lestur doðranta sem maður hefur trassað allan veturinn.

Það er meir að segja svo að mér finnst mun skemmtilegra að lesa allt annað en námsefnið og merkilegt nokk fann ég ekki svo gamalt Búnaðarrit og fann þar kafla eftir Halldór Pálsson um stefnur í sauðfjárrækt á Íslandi.

Þar segir hann frá því að á Ráðunautafundi 1977 hafi einn ungur maður haldið því fram að íslenska féð hefði verið kynbætt svo mikið síðustu 30-40 árin m.t.t. vaxtarlags og kjötgæða að nú væri svo lítill gæðamunur á I verðlauna og III verðlauna hrútum, að varla væri ástæða til þess að leggja í þann kostnað sem hrútasýningum fylgdi til að bæta kjötgæði meira en orðið væri. Ennfremur segir Halldór að þó þessi skoðun nyti ekki meirihlutafylgis þá var það samt auðheyrt að yngri kandídatar sem lært höfðu hóperfðafræði lögðu lítið upp úr útlistdómum á sýningum og töldu að vært tæki að vinna að öðrum kynbótum en á þeim eiginleikum, sem illu eða góðu væri hægt að koma upplýsingum um í tölvu. Svo hnykkir Halldór aftan við GEFI MENN SÉR TÍMA TIL MÁ KOMA FLESTU Í TÖLVU.

Eitt er allavega víst að íslenska féð hefur breyst mikið frá því 1977 og þar spila möguleikar tölvuheimsins stóran þátt en á það kannski eftir að breytast enn meira með hjálp tölvutækninnar eða þarf maður kannski að ýta á bremsuna og stunda meiri hugsjónarækt eins og fjárræktarmenn fyrir tölvuöld gerðu. Á tölvan jafnvel eftir að taka yfirhöndina af okkur mönnunum í framtíðinni?


Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Maí 2008
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband