Ekki breskt

Cadbury er ekki breskt fyrirtæki, heldur nýsjálenskt.

Innköllun þarf ekki að koma neinum á óvart þar sem nýsjálendingar afsetja stærri hluta mjólkurdufts síns á Asíumarkað og hverjir voru óprúttnu fjárfestarnir í barnamjólkurduftsmálinu um daginn, nýsjálendingar.

Annars eru Nýsjálendingar almennt gott fólk, hljóta að vera einhverjir af Norðureyjunni sem standa í þessu.


mbl.is Cadbury innkallar súkkulaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fara eftir markaðsduttlungum

Þessa dagana er ég að skrifa ritgerð og til þess er ég að grúska í gömlum blöðum og tímaritum. Rakst á bút í einni grein í Búnaðarblaðinu frá því fyrir 40 árum um Líflambaval.

Svo skaltu hafa þessi niðurlagsorð: Fjáreigendur á Íslandi verða alltaf að gæta þess að fara ekki eftir markaðsduttlungum. Þeir mega ekki láta þá hafa minnstu áhrif á sig. Þegar sauðasalan kom og breska gullið, þá breyttu Þingeyingar fé sínu, svo það varð drullufíngert, óhraust, vanhaldasamt, þurftafrekt og arðlítið á öðrum sviðum, sem við koma arðsemd fjárins, en lausholda kind, sem tekur mest á lifandi vigt, hefur mesta ókosti til að bera.

Af hverju nefni ég þetta hér? Oft hugsa ég um að hverju maður stefnir með kynbótum, núna stefna allir að því að framleiða fitulítið og vöðvamikið fé vegna þess að fyrir það fæst hærra verð en þegar flestir verða komnir á þann stall, hvað þá? Munu sláturleyfishafar þá ekki borga eitt verð fyrir allt kjöt og verðum við þá ekki finna okkur nýja stefnu/markaðsduttlung til að móta okkur að. Held að menn þurfi aðeins að íhuga þetta á næstu mánuðum og árum.


Klukk

Hef ekkert betra að gera núna þar sem ég sit kvefaður og með hálsbólgu á Hvanneyri, einhverjir eftirverkir síðustu helgi.

Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:
1. Safnvörður Byggðasafns Dalamanna
2. Mjólkurbílstjóri hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal
3. Sauðfjársæðingarstöð Vesturlands
4. Starfsmaður Lawson Lea sauðfjárkynbótabús á Nýja-Sjálandi

Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:
1. Ásgarður í Hvammssveit
2. Heimavist FVA á Akranesi
3. Hvanneyri
4. Hér og þar á Nýja-Sjálandi í þrjá mánuði síðasta vetur

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Afskaplega lítill bíómyndamaður svo hér er fátt um svör

Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:
Einnig afskaplega lítill sjónvarpsþáttamaður, oftast það sem er í gangi hverju sinni. Einu sinni var með síðskeggja var í uppáhaldi sem krakki, hef núna lúmskt gaman að afríkuþættinum á miðvikudögum.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
1. Sumardagar
2. Sjálfstætt fólk
3. Pétrísk-íslensk orðabók
4. Ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton

Matur sem er í uppáhaldi:
1. Soðinn saltfiskur með kartöflum og mikilli hamsatólg
2. Nýtt saltkjöt með nýjum kartöflum, rófum og jafningi á haustin
3. Soðin blóðmör með jafningi
4. Óhrært skyr með púðursykri og rjóma

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):
1. mbl.is
2. eyjan.is
3. bondi.is
4. saudfe.is

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Danmörk
2. Nýja-Sjáland
3. Ýmsir staðir innanlands, þó ekki allir landshlutar, fer sjaldan í frí.

Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:
1. Einhversstaðar hressari en með kvef og hálsbólgu
2. Væri gaman að taka eina viku í sauðburði á Nýja-Sjálandi
3. Á þurrum stað, þar sem jörð tekur við rigningarvatni
4. Væri líka gaman að þvælast einhversstaðar um sléttur Afríku

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
1. Sigurður Þór Guðmundsson
2. Axel Kárason
3. Vagn Kristjánsson
4. Óðinn Gíslason

Ætli ...

... lesendur Viðskiptablaðsins sé mikið að velta þessu hér fyrir sér. En ætli umhverfismál sé rétt flokkun á sauðfjárrækt.

Ég þarf síðan endilega að senda Viðskiptablaðinu uppfærslu á myndagagnagrunni sínum, merkilegt hvað fjölmiðlar finna alltaf ljótar myndir af sauðfé til að setja með fréttum sínum.


Capacent

Fékk rétt í þessu póst frá Capacent Gallup um tóbaksnotkun. Í inngangi hennar var sagt að könnunin tæki rúmlega 20 mínútur. Fyrst var spurt um aldur og kyn, og loks kom spurningin Reykir þú, ég svaraði neitandi og þar með var könnun lokið. Í þessum töluðu orðum eru eftir 15 mínútur af þessum 20.

Yfir og út


Fréttaflutningur fjölmiðla

Það er ekki að undra þó sumri hafi lítið álit á bændum og stöfum þeirra þegar umfjöllun sem þessi er það eina sem vekur athygli og kemst í fjölmiðla. Finnst eins og þessi frétt eigi ekkert við okkur frónbúa og hefði bara mátt vera kjurr meðal Kívímiðla. 

Vísir, 09. sep. 2008 08:26

Nýsjálenskir bændur ákærðir fyrir vafasama heimaslátrun

mynd

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Tveir nýsjálenskir bændur á fimmtugsaldri hafa verið ákærðir fyrir ómannúðlega meðferð á dýri eftir að hafa rekið kú í gegn með gaffallyftara.

Kýrin hafði veikst og stóð til að skjóta hana en þá vildi ekki betur til en svo að dýrið drapst ekki af skotinu. Skotfæri voru þá á þrotum svo annar bændanna ók lyftaranum á kúna og stakkst annar hluti gaffals lyftarans í gegnum hana. Þannig hugðist hann flytja dýrið til greftrunar en lögregluþjónn sem mætti honum á þjóðvegi sagðist ekki hafa trúað eigin augum þegar óskapnaðurinn mætti honum og kýrin í þokkabót enn á lífi. Hún var aflífuð hið snarasta og bændurnir ákærðir.


Af ormum, hveljum og svipudýrum

Merkilegt nokk þá náði ég prófinu sem ég skrifaði um í síðustu færslu kannski ekki með glæsieinkunn en þó ágætis einkunn m.v. þann tilkostnað sem ég lagði í undirbúning fyrir prófið.
Annars er ástæða fyrir bloggleysi sennilega almenn leti og sú að ég hef meira en nóg að gera í skóla, félagstörfum og ígripavinnu með.  Annars er maður loksins kominn í áhugaverðu fögin og því verður vonandi meira spennandi í skólanum þennan vetur en síðustu 2, þó dvölin í Kívílandi standi uppúr.  En þessa stuttönnina er ég í Almennri búfjárrækt, Rekstarhagfræði og greiningu ásamt Dýrafræði hryggleysingja sem er kannski minnst spennandi fagið fyrirfram en þó ekki. Á næstu stuttönn er það svo Sauðfjárrækt, Nytjajurtir og Auðlindahagfræði.
Annars er að félagslífið vonandi að komast í gang hjá nemendum LBHÍ, tími feimni og þess háttar fer að rjátlast af fólki en ég get ekki sagt annað en mér lýtist vel á hinn stóra nýnemahóp skólans þetta haustið.
Ígripavinnan felst svo í áframhaldandi útfærslu á verkefni mínu í sumar, var á fundi í dag þar sem næstu punktar voru mótaðir og það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort BSc verkefni mitt verður tengt búvélakostnaði íslenskra bænda. Tók svo síðast hvítagullsrúntinn um helgina, í bili að sinni, allavega fram í nóvember en játaðist síðan aðra vinnu með fyrrum skólafélaga mínum úti á Skaga við að þjálfa eitt stykki gáfumannalið, sjáum til hvort það skili einhverjum árangri eftir áramót.
En burtséð frá því hafði ég aldrei gert mér grein fyrir því hvað lámarksskráning í skýrsluhaldi gæðastýringar er lítil sbr. við hið almenna kynbótaskýrsluhald en þetta er víst nóg til að hægt sé að rekja uppruna og afdrif allra gripa í hjörðinni á einfaldan og öruggan hátt eins og segir í reglugerð númer 10 frá því ári sem brátt fer að styttast í annan endann.
En ætli ég láti ekki eitthvað vita af mér þegar búið er að slátra, þyrfti samt að reyna eyða meiri tíma í umfjöllun um sauðfjárrækt á þessari síðu eins og ég lofaði einhvern tímann.


Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Sept. 2008
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband