Fyrsta færslan

Þessi síða er hugsuð fyrir vini og vandamenn til að fylgjast með dvöl minni á Nýja-Sjálandi næstu þrjá mánuði.

Ég fer út 2. nóvember næstkomandi og kem heim í byrjun febrúar 2008. Flýg héðan til London og þaðan er beint flug til Nýja-Sjálands með millilendingu í Los Angeles. Frá Auckland fer ég með flugi yfir á Suðureyjuna til Christchurch og á þá eftir að aka þaðan til West Otago fyrir norðan borgina Gore.

Þar verð ég á nokkrum sauðfjárbúum við vinnu og almenn störf en í janúar fer ég á kúabú þar sem eru rúmlega 500 kýr.

Ég ætla reyna að skrifa reglulega inná þessa síðu hér og set eitthvað hér inn næst þegar ég er kominn út.


Bloggfærslur 18. október 2007

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 37636

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband