27.11.2007 | 09:27
Hugarheimur Nýsjálendinga
Það er svosem ekkert nýtt að frétta af mér, hér var frekar kalt í dag, rigning og í verstu hryðjunum var úrkoman líkust því sem ég myndi kalla slyddu uppá ástkæra ylhýra og því ekkert mjög spennandi að vera í útivinnu. Dagarnir hafa farið að mestu í dráttarvélavinnu og ég get ekki sagt að það sé neitt mjög spennandi að hristast á opinni dráttarvél með jarðvinnslutæki sem sum hver er aftan úr grárri forneskju. Hélt þetta væri búið í síðustu viku þegar klárað var að sá grasfræi í 25 ha., en þá á eftir að vinna akra fyrir sweeties, (held að það sé notaða á veturna) eða eins og vinnumaðurinn Tony orðaði það "another boring week with tractor work".
Af því ég nefndi nú Tony þá er hann mikið búinn að velta Íslandi fyrir sér síðan ég kom og í einum kaffitímanum (tetímanum, hér er drukkið mikið te, menn fá sé meir að segja te í 28°C hita, skil ekki hvernig það er hægt) sótti hann landkortabók og jú Ísland fannst í nýsjálenskri landabréfabók, pínulítið og eiginlega efst í vinstra horninu. Þegar hann var búinn að skoða kortið mjög vel og hugsa um allt það sem hann var búinn að spyrja mig um Ísland, velti hann því mikið fyrir sér af hverju Grænland héti ekki Ísland og Ísland, Grænland.
Síðan ef ég er kynntur fyrir einhverjum, hér er Jolli frá Íslandi og búið hans er með rúmlega 400 kindur og um 2000 ha. lands. Þetta finnst þeim merkilegt og mikil landsóun því hér eru 5000 kindur á um 500 ha. Þetta er ekki einu sinni samanburðarhæft, hér er allt annað veðurfar fyrir utan slydduna í morgun. Ég var líka eitt sinn spurður hvort við hefðum pinnatætara á Íslandi (Íslendingar er mun lengra komnir í uppfæra jarðvinnslutækin frá síðustu öld), ég sagði svo vera þá var ég spurður (í gríni þó) hvort við notuðum pinnatætarann til að hræra upp í ísnum í jarðveginum.
Eitt sinn spurði Tony mig hvert íslenska orðið væri fyrir sheep og ég svaraði fljótu bragði, kind, SAUÐKIND og Tony hermdi eftir og náði þessu, síðan sagði ég að vonda orðið væri rolla, Tony fannst miklu léttara að bera það fram. Skömmu seinna spurði hann mig hvert íslenska orðið væri fyrir lamb og ég svaraði fljótu bragði lamb. Þetta fannst honum alveg stórmerkilegt og spurði af hverjum við notuðum ekki bara sheep líka fyrst við notuðum lamb. Ég sagði honum að það viss ég ekki en eftir þetta þann daginn þegar kom shitty sheep eða horuð ormaveik kind (the ugly sheep) sagði Tony alltaf, rolla, rolla.
Svo ég endi þetta nú á einhverjum nýsjálenskum fréttum þá var í Close up þætti kvöldsins, sambærilegt Kastljósinu eða Íslandi í dag, umfjöllun um nýsjálenska stúlku sem var að bæta heimsmetið í rúningi. Hún rúði 648 á kindur á 9 klukkutímum eða um 50 sek með hverja (hún lagði allar sjálfar, tek fram að þetta voru allt lömb). Núna þurfa rúningsmennirnir á Íslandi (Maríus, Helgi Haukur) bara fara að æfa sig svo þeir geti slegið þetta met.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 27. nóvember 2007
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar