21.12.2007 | 06:50
Slepp við jólaköttinn þetta árið
Ég er búinn að fá nýtt jóladress fyrir þessi jól og þarf því ekki að óttast jólaköttinn þetta árið.
Þessu dressi mun ég klæðast í jólaskrúðgöngu á aðfangadagskvöld í Riverton. Óska öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs, skrifa kannski hér eitthvað milli hátíðanna um jólahald Kiwibúa.
Rúningi lauk í gær þegar kind númer 2407 fór í gegn á þriðja degi rúnings, það var afskaplega gaman þar sem ég var í ullarmeðhöndlun og því nokkur hundruð kíló af ull búin að fara í gegnum hendur mínar. Í dag var síðan kleprahreinsun haldið áfram og klárast að mestu á morgun, þá verða tæplega 1000 lömb eftir og það þykir nú ekki mikið, rétt hálft dagsverk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 21. desember 2007
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar