Um beitarvörn

Þakka þær athugasemdir sem mér hafa borist, tíminn líður og það styttist í að ég komi heim. Þó ágiskun Vagns Kristjánssonar sé góð og gild þá er hún ekki ástæðan fyrir því að ég skipti um bú, getið spurt mig undir fjögur augu þegar heim er komið og já Björk, ég ætti kannski að fara huldu höfði vegna hennar, hún er í öllum fréttatímum hér úti og talað um brjálaða Íslendinginn sem réðst á ljósmyndara að tilefnislausu, ég ber það nú af mér að hún sé íslensk, er meiri Breti fyrir mér en Íslendingur og Tony spurði mig á hvaða tungumáli hún syngi eiginlega, ég vissi nú ekki hvernig ég átti að útskýra það en við voru sammála um að hún syngi ekki á neinu tungumáli, þetta væri meira svona öskur, sem er held ég bara vissulega rétt. Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá er ég ekki aðdáandi Bjarkar.

En snúum okkur að ferfættu ullarhnoðrunum, í gær fór ég með Graeme og Bob (afinn) á árlega hrútasölu í Gore þar sem eru boðnir upp hrútar og þeir seldir hæstbjóðenda. Þetta var sérstök upplifun fyrir mig þó ég skynjaði þá depurð sem einkennir sauðfjárræktina hér í landi um þessar mundir, þ.e. það var ósköp lítil barátta og dýrasti Coopworth hrúturinn var sleginn á 2200 dollara eða um 110.000 íslenskar krónur. Ástæðan fyrir þessu er sú að hér eru fjöldinn allur að sauðfjárbændum að hætta með kindur, byggja mjaltaskýli, kaupa kýr af því að þeir halda að hvíta gullið gefi þeim meira. Megi þeir hætta fyrir mér, ég myndi þrauka lengur með kindur, finnst allavega ekkert mjög áhugavert að gerast kúabóndi hér. En sala fór þannig fram að allir skoðuðu hrútana vel fyrst og síðan var farið í hliðarsal, þar sem einn og einn hrútur var tekinn fyrir og boðinn upp og sleginn hæstbjóðenda. Finnist einhverjum 110.000 hátt verð fyrir hrút las ég í dagblaðinu hér í gær frétt frá uppboði á hrútum af Perendale kyni og þar verðmætasti hrúturinn sleginn á 675.000 krónur sem mér finnst nokkuð hátt fyrir einn hrút í ljósi þess að hann nýtist kannski bara í eitt ár og afkvæmi hans skila ekki þessar upphæð inn aftur.

Annars hafa verkefnin þessa vikuna verið svona nokkuð klassísk, kleprahreinsun, ormahreinsun og fleira í þeim dúr. Á þriðjudaginn kom dýralæknir hér að taka blóðpróf úr hrútunum og skoða hvort þeir væru hæfir til embættisverka fyrir næsta fengitíma. Blóðprófið er til að ganga úr skugga um að hrútarnir sé ekki með Brucellosis, (kynbótabúin þurfa að láta tékka á þessu áður en þau selja hrúta til annarra bænda) sem ég hef nú ekki alveg kynnt mér til hlítar hvað er en ég kalla það kynsjúkdóm að svo komnu máli. Hann getur smitast á milli hrúta og leiðir til þess að kindur verða geldar sem ekki jákvætt uppá afkomu búsins, smitleiðin er hins vegar vegna þess fjölkvænis sem tíðkast hér á fengitíma, þ.e. hafa 5 hrúta saman í hólfi með ríflega 400 kindum og ef hrútur með þennan sjúkdóm hefur lembt á og svo kemur annar hrútur sem hefur ekki sjúkdóminn lembir ánna líka er hann í hættu á að fá sjúkdóminn líka. Held að sé bara miklu einfaldar að hafa íslenska fyrirkomulagið, einn hrútur í hverja kró (beitarhólf), ekki marga hrúta saman með mörgum ám.

Hér er ein planta mjög algeng og ástæðan fyrir lífsþrótti hennar er beitarvörn hennar. Plantan þessi nefnist þistlar og er alsett litlum nálum. Ég verð nú að viðurkenna að þessi planta er ekkert svo skemmtileg í návígi, heima á Íslandi er önnur planta sem hefur mikinn lífsþrótt og heitir snarrót en kosturinn við hana er að hún hefur engar litlar nálar. Svo ég komi mér nú að sögunni sem ég ætlaði að segja, þá var ég að slá eitt beitarhólf á mánudagsmorgunn þegar ég sé heimska kind fasta í læk sem rann þar til hliðar, ég fer því að hjálpa henni upp og tókst það fyrir rest en síðan þurfti ég að komast aftur yfir lækinn, ég ákvað því bara að taka íslensku aðferðina á þetta eins og ég vanur heima og stökkva yfir skurði nema heima grípur maður yfirleitt í snarrótarbrúsk á skurðbakkanum til að vega sig upp, ég gætti mín hins vegar ekki á því að á lækjarbakkanum hér var pínulítil þistlaplatan að skjótast upp og ég greip í hana. ÁTS var það sem heyrðist og hádegisverðurinn fór í að nota flísatöng til að týna þistlanálar úr höndunum á mér.


Bloggfærslur 17. janúar 2008

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband