Getraun

Ekki get ég nú sagt að það sé mjög gaman að lesa undir próf í plöntulífeðlisfræði er þó búinn að hafa mig í gegnum námsefnið einu sinni sem er nú afrek út af fyrir sig þar ég held að þetta sé mest óspennandi fag sem ég hef komist í, á átján ára skólagöngu minni.

Hvað um það, ég hef ákveðið að skjóta hér öðru hvoru inn fróðleik um íslenska sauðfjárrækt sem finna má mikið um í ýmsum gömlum ritum, s.s. Búnaðarritun, mun skemmtilegra að grúska í því út á bókasafni í prófaundirbúningi en nokkurn tíma því sem maður á að vera lesa það sinnið. Í fyrsta skiptið ætla ég að standa fyrir smá getraun og er þetta í raun stofn úr spurningu í Viskukúnni fyrir þremur árum. Þannig var að fyrir rúmum hundrað árum ferðuðust tveir bræður um Ísland og skoðuðu sauðfé og lýstu því, annar hét Hallgrímur Þorbergsson og mig minnir að hinn hafi heitið Jón og voru þeir úr Suður-Þingeyjarsýslu.

Getraunin að þessu sinn er hins hvar á landinu lýstu þeir sérstökum stofni með eftirfarandi orðum:

"langt og grant beinalag og ósamræmi í sköpulagi, hryggur kryppuvaxinn og sterkur, brjóstholið stutt og þröngt, ullin stutt og á mörgu gróf; andlitslitir: svardropótt, hvítt og gult."


Bloggfærslur 24. febrúar 2008

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband