6.2.2008 | 19:36
Heim í heiðardalinn
Ég er núna kominn heim í Ásgarð og það er mjög gott, feginn að þetta ferðalag er búið, hef fengið alveg nóg af því að sitja í flugvél og öryggiseftirliti á flugvöllum, flugið frá Hong Kong til London var í það lengsta, held að það hafi verið komnir hátt í 15 tímar frá því ég fór inní vél og uns ég labbaði út úr henni.
Gerið ekki nema smávægilegar skissur í umferðinni í dag, byrjaði náttúrulega á því að reyna að gefa stefnuljós með rúðuþurrkunni en af augljósum orsökum gekk það ekki, tók síðan eina vinstri beygju og fór náttúrulega inná ranga vegarhelming, fattaði það fljótt því mér fannst þetta eitthvað bogið, komst alla vega alla leið og fannst bara hressandi að keyra í smá hálku og hríðarveðri yfir Bröttubrekku.
Læt þetta duga í bili, veit ekkert hvort ég á eftir að skrifa meira hér, bíða mín alltof mörg verkefni í skólanum næsta mánuðinn af augljósum orsökum en ég held að ég fari að skella mér í Draumalandið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 6. febrúar 2008
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar