4.5.2008 | 15:22
Prófatíð
er afskaplega leiðinlegt fyrirbæri, hvað þá á vorin þegar sauðburð og vorverk kalla mun meira á mann en lestur doðranta sem maður hefur trassað allan veturinn.
Það er meir að segja svo að mér finnst mun skemmtilegra að lesa allt annað en námsefnið og merkilegt nokk fann ég ekki svo gamalt Búnaðarrit og fann þar kafla eftir Halldór Pálsson um stefnur í sauðfjárrækt á Íslandi.
Þar segir hann frá því að á Ráðunautafundi 1977 hafi einn ungur maður haldið því fram að íslenska féð hefði verið kynbætt svo mikið síðustu 30-40 árin m.t.t. vaxtarlags og kjötgæða að nú væri svo lítill gæðamunur á I verðlauna og III verðlauna hrútum, að varla væri ástæða til þess að leggja í þann kostnað sem hrútasýningum fylgdi til að bæta kjötgæði meira en orðið væri. Ennfremur segir Halldór að þó þessi skoðun nyti ekki meirihlutafylgis þá var það samt auðheyrt að yngri kandídatar sem lært höfðu hóperfðafræði lögðu lítið upp úr útlistdómum á sýningum og töldu að vært tæki að vinna að öðrum kynbótum en á þeim eiginleikum, sem illu eða góðu væri hægt að koma upplýsingum um í tölvu. Svo hnykkir Halldór aftan við GEFI MENN SÉR TÍMA TIL MÁ KOMA FLESTU Í TÖLVU.
Eitt er allavega víst að íslenska féð hefur breyst mikið frá því 1977 og þar spila möguleikar tölvuheimsins stóran þátt en á það kannski eftir að breytast enn meira með hjálp tölvutækninnar eða þarf maður kannski að ýta á bremsuna og stunda meiri hugsjónarækt eins og fjárræktarmenn fyrir tölvuöld gerðu. Á tölvan jafnvel eftir að taka yfirhöndina af okkur mönnunum í framtíðinni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 4. maí 2008
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar