Ferðamenn

Túrhestar öðru orði ferðamenn eru undarlegur þjóðflokkur. Vissulega er Ísland fallegt land og vert að skoða en þegar menn gera slíkt án þess að hugsa um hvaða hættu þeir skapa öðrum í umferðinni þá er mér nú eiginlega ofboðið.
 
Oftsinnis í sumar hef ég keyrt um Skógarströndina sem er mjög falleg á fögrum sumardegi og jafnvel á veturna líka en fer hann yfirleitt í myrkri á þeim árstíma. Í hvert einast sinn sem ég hef farið þar um í sumar hef ég rekist á ferðamenn að horfa á eyjaklasa Breiðafjarðar. Það eitt og sér er ekki slæmt en þegar þeir leggja bílum sínum á vitlausum vegarhelming og uppá blindhæð í þokkabót án nokkurrar vitundar um umferð næstu mínútna meðan þeir njóta útsýnisins tel ég fyllsta gáleysi og ekki nema von að maður heyri af umferðaslysum ferðamanna ef þeir haga sér allir svona.
 
Mitt eina alvarlega umferðaslys til þessa var einmitt á fögrum vetrardegi fyrir rúmum sjö árum þegar ég keyrði aftaná þýska ferðamenn sem voru mjög svo hugfagnir af Akrafjallinu og stoppuðu á miðjum vegi. Skeði þetta viku áður en ég fékk bílpróf, kom þó ekki að sök þegar ég tók prófið.
 
Næst á eftir ferðamönnum koma veiðimenn þegar þeir parkera sér á sínum tveimur jafnfljótum á einbreiðum brú og góna í ánna fyrir neðan í von um að sjá fisk, þeir gera sér enga grein fyrir í hvaða umferðarlegu hættu þeir eru og mér er spurn hver á réttinn ef upp koma slys í þannig tilviki?

Bloggfærslur 11. ágúst 2008

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband