28.9.2008 | 12:23
Að fara eftir markaðsduttlungum
Þessa dagana er ég að skrifa ritgerð og til þess er ég að grúska í gömlum blöðum og tímaritum. Rakst á bút í einni grein í Búnaðarblaðinu frá því fyrir 40 árum um Líflambaval.
Svo skaltu hafa þessi niðurlagsorð: Fjáreigendur á Íslandi verða alltaf að gæta þess að fara ekki eftir markaðsduttlungum. Þeir mega ekki láta þá hafa minnstu áhrif á sig. Þegar sauðasalan kom og breska gullið, þá breyttu Þingeyingar fé sínu, svo það varð drullufíngert, óhraust, vanhaldasamt, þurftafrekt og arðlítið á öðrum sviðum, sem við koma arðsemd fjárins, en lausholda kind, sem tekur mest á lifandi vigt, hefur mesta ókosti til að bera.
Af hverju nefni ég þetta hér? Oft hugsa ég um að hverju maður stefnir með kynbótum, núna stefna allir að því að framleiða fitulítið og vöðvamikið fé vegna þess að fyrir það fæst hærra verð en þegar flestir verða komnir á þann stall, hvað þá? Munu sláturleyfishafar þá ekki borga eitt verð fyrir allt kjöt og verðum við þá ekki finna okkur nýja stefnu/markaðsduttlung til að móta okkur að. Held að menn þurfi aðeins að íhuga þetta á næstu mánuðum og árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. september 2008
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar