10.1.2010 | 21:29
10-01-10
Ferðin gekk ágætlega hingað út nema árans konan í Leifsstöð lét mig borga yfirvigt á farangurinn minn, ég sætti mig nú við það þar sem hann var að mestu leiti íslenskur matur svona svo maður geti eldað almennilegar máltíðir öðru hvoru fram á vor. Hins vegar er veðrið mjög falllegt hér, þó það sé kalt að labba í skólanna núna. Hér hreifir allavega ekki vind mjög mikið, enda ef það gerðist yrði mikil bylur, þar sem að hér er ≈50 cm jafnfallinn snjór yfir öllu.
Áfangarnir fyrir jól gengu alveg bærilega, hlaut ég B í meðaleinkunn fyrir þessa fyrri önn mína hér í Noregi. Enda stendur B fyrir margt gott í lífinu. Í prófunum tveimur sem voru 5 einingar hvort fékk ég C en í stóra verkefnaáfanganum, 10 einingar, þar sem ég var m.a. að læra BLUP útreikninga hlaut ég A. Þó ég segi sjálfur frá er ég nokkuð ánægður með það, þar sem ég var sá eini sem hlaut þá einkunn.
Núna er ég í einum áfanga í janúarblokk sem fjallar um skyldleikarækt, 10 eininga áfangi þar sem kennsla klárast 22 janúar, próf 25 janúar og þá byrjar ný önn. Það sem mér finnst hins vegar merkilegt við þennan áfanga er að kennarinn kemur frá Skotlandi til að kenna sárafáum einstaklingum, var einn í tíma á fimmtudag. Á föstudaginn vorum við helmingi fleiri, veit ekki hvernig það verður á morgun, erum 5 skráð í þennan áfanga. Í byrjun fimmtudagstímans var ég einn í stofunni, svo kemur kennarinn eftir smá stund, ég hélt áfram að vinna í tölvunni í smá tíma, þegar ég lít síðan upp blasir kennarinn liggjandi fram á kennaraborðið hreyfingarlaus, mér varð nú hálf bilt við þetta og íhugaði augnablik að fara fram og fá hjálp en þá reis hann upp aftur, lét ég þá líða smá tíma og lét vita af mér. Hann sagði þá: Svo þú er einn af þessum fáu nemendum mínum".
Annars leið jólafríið of fljótt, dvaldist ég mestan tíma þess í fjárhúsunum við gjafir og önnur þau verk sem þar þarf að vinna á þessum árstíma. Sæddi frekar fáar ær þetta árið, voru fáar að ganga og stærri hluti þeirra gekk upp enda sæddi ég flestar með dagsgömlu sæði, þar sem fleiri ær voru að ganga þann daginn. Ætti þó að fá lömb undan Hróa í vor, jafnvel Kjark, Karli, At og Raft ef þessi eina kind sem eftir er undan hverjum heldur.
Síðan vona ég að Norðmönnum þóknist að prófa mig tímanlega í maí svo ég komist heim í sauðburð um miðjan mánuð en uppúr þeim tíma ber stærri hlutinn af ánum á vikutíma. Vona innilega að síðasta próf mitt verði 14 maí, kemur í ljós í þessari viku, verst að geta ekki haft eins mikil áhrif á prófdaga hér eins og þegar maður var á Hvanneyri. Verð bara reyna senda þeim hugboð.
En þangað til næst hafið það gott, endilega kvittið .........................
Nokkrar myndir úr vetrarríkinu hér úti: Inngangurinn að íbúðinni minni í vetrarríki. Séð frá einum af gatnamótunum í Ási á leiðinni heim og síðan skilti hlaðið lausamjöll, tel afar ólíklegt að snjór geti stoppað í hálfan mánuð á íslenskum skiltum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 10. janúar 2010
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar