02-02-10

Það er víst nokkuð um liðið síðan ég ritaði eitthvað hér síðast og ástæðan er ekki sú að ég hafi haft svona mikið að gera heldur þvert á móti ég hef lifað miklu letilífi síðan ég gekk útúr prófinu fyrir rúmri viku. Enda held ég að það sé svolítið dæmigert fyrir þennan skóla að hver önn byrji frekar rólega sem kom sér vel til að geta fylgst almennilega með handboltanum. Tökum bara Frakkana í Malmö eftir tæpt ár og komum með gullpeninginn heim.

En að prófinu sem ég tók, það að taka próf hérna er þó nokkuð meiri vinna en svara bara prófinu, því að skrifa rétt á öll eyðublöðin og raða rétt inní möppu getur nú vafist fyrir manni. Hvíta eintakið fyrir kennara, gula fyrir prófdómara og bleika eintakið fyrir mig sjálfan. Síðan er yfirsetufólkið hér eldri borgarar og þeir eru mjög samviskusamir, passa uppá að öllum reglum sé fylgt í hvívetna. Prófið var gagnapróf og mátti ég vera með allar glósur og verkefni meðferðis, þó svo það stæði skýrt á prófinu spurði allt yfirsetufólkið mitt, „Hvað er í möppunni?" og ég svarði gögn sem ég má hafa. Allir spurðu með miklum efasemdartón og þar sem ég var orðinn þreyttur á þessari spurningu sýndi ég þeim póst frá kennaranum sem hann sendi, þar sem stóð svart á hvítu að þetta væri heimilt, þá fyrst hættu þau að spyrja. Meiri tortryggnin þetta alltaf hreint.

Á þriðjudeginum mætti ég í fyrsta tímann minn í fjölbreytugreiningu og líst mér bara bærilega á þann kúrs, þar er margt til umfjöllunar sem gott hefði verið að vera búinn að læra áður en ég tók t.d. BLUP kúrsinn fyrir jól, þó hann hafði svosem gengið ágætlega. Kennarinn þarna nýútskrifaður doktor í tölfræði með gítarmenntun sem aukafag, sagðist þó ekki ætla að nota gítarinn til kennslu í þessu fagi. Nemendurnir mun fleiri en áfanganum sem ég tók í janúar og alls staðar að úr heiminum, held jafnvel að hvíti kynstofninn sé í minnihluta.

Áður en ég mætti í tíma í dreifnigreiningu var ég búinn að móta mér þá skoðun að kennarinn væri eldri maður gráhærður sem talaði frekar rólega af lýsingum annarra að dæma. Annað kom þó á daginn, þvert á móti var hann andstæða lýsingarinnar og nánast ofvirkur, allavega hélt hann athygli manns allan tímann þrátt fyrir að tíminn væri snemma morguns og allir nývaknaðir. Hef allavega skipt um skoðun á tölfræðingum, verst að hann kennir ekki nema í tvær vikur og þá kemur hinn týpíski rólegi kennari sem ég tel alls óvíst að haldi athygli manns svona snemma morguns.

Ég hló innra með mér þegar ég sá frétt þess efnis, að nýlega hefði lokið 22 daga þíðviðriskafla á höfuðborgarsvæðinu í janúar. Hér er enn frost og ég held barasta að það sé ekkert á leiðinni í burtu, allavega hefur hitastigið ekki farið upp fyrir frostmark síðan einhvern tímann fyrir jól. Og vindurinn er ekkert að flýta sé frekar en fyrr daginn, aðeins bæst við af snjó. Hins vegar skilst mér á fréttum að það sé mjög týpískt íslenskt veðurfar víða á vesturströnd Noregs, þar rignir, er rok og jafnvel stórhríð endrum og eins. Ég verð hins vegar voða líði var við slíkt veður hér í Ási.

Best að fara gera eitthvað gáfulegt, til dæmis að læra svona til tilbreytingar þar sem ég hef lítið gert af því nýlega, en ásamt handboltaglápi í síðustu viku, las ég nýjustu bók Arnaldar og horfði á nokkrar klassískar íslenskar bíómyndir eftir Þráinn Bertelsson. Þar til næst hafið það gott .......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband