Blessuð blíðan

Í þessum rituðu orðum eru -7,5°C hér í Ási og hægviðri, 0,3 m/s. Snjódýptin sú sama og undanfarnar vikur eða rétt um 40 cm jafnfallið. Þannig er nú það, ákvað að blogga þar sem ég var að koma úr tíma sem ég græddi lítið á, ljóta tölfræðiforritið þetta R. Græddi lítið á því að mæta þar sem kennarinn var ekki undirbúinn undir að það væri nýrri útgáfa uppsett en leiðbeiningarnar gerðu ráð fyrir og því þarf að gera fullt af nýjum skipunum.

Annars var þorrablót Íslendinganna hér um helgina, tókst það vel, nóg af mat og fullt af fólki. Var ég aðalskotmarkið í annálnum, sem er bara hið besta mál, því fólk sem ekki er gert grín af geri trúlega aldrei neitt. Fór á föstudaginn með Ragnar að sækja Valda sem nemur skógfræði í Svíþjóð til Moss en þangað kom hann með rútu til að komast á þorrablót. Einfaldasta leiðin frá Ås til Moss er eftir hraðbrautinni E6 en á bakleiðinni ákvað Ragnar að fara aðra leið til að sleppa við vegtoll Norðmanna, en þeir eru lunknir við að innheimta slík gjöld.

Þar sem ég rata lítið, treysti ég alfarið á leiðbeiningar Ragnars, þær voru þó ekki betri en svo að honum leist ekkert á blikuna þegar birtist skiltið Hobøl kommune, var okkur þá eitthvað farið að reka af leið og komnir mun austar en við áttum að fara. Við náðum þó að komast á réttu leiðina með því að beygja til Garder og þaðan til Kroer í staðinn fyrir að halda áfram til Elvestad. Var þetta hin besta útsýnisferð um sveitir Noregs, þó aðeins væri farið að skyggja. Eina sem vakti athygli mín var að mæta strætó inní skóg á einbreiðum sveitavegi, átta mig ekki á hvað leið hann var þar.

Annars er bara ósköp lítið að frétta héðan, annað en lærdómur, verð að fara leita að einhverjum skemmtilegum greinum á timarit.is til að setja hér inn. Hef kannski eitthvað betra að segja eftir næstu helgi þegar ég verð búinn að sækja sauðfjárræktarráðstefnuna Avlskonferanse 2010.

Þar til næst, hafið það gott .............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ákvað að kvitta hér eftir lesturinn, lítið að frétta hérna megin líka. Ég bíð spenntur eftir sögum af þessari ráðstefnu.

Einar Kári (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 23:25

2 identicon

Ég er mun spenntari fyrir bítrúrasögum af ykkur Ragnari

Mæja (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband