Ísafold, síðasti hluti

III. Um kynbætur nautpenings

1.gr.

Það skal einungis ala nautkálfa undan góðri kú af sem bestu kyni, en með því það er vandi fyrir kynbótanefndina að sjá, hver kýrin tekur annarri fram, skal hún leita sér nákvæmra upplýsinga um kost og löst á hverri kú og ráða síðan til þess er henni virðist best; naut undan strytlum eða gallagripum mega ekki eiga sér stað.

2. gr.

Vilji svo til að undan ágætri kú komi nautkálfur, sem ala skyldi upp, en hlutaðeigandi hafi ekki kringumstæður til þess, þá skal kynbótanefndin annast um, að kálfurinn sé alinn annarstaðar, svo ekki bresti svo góð naut, sem kostur er á.

3. gr.

Nautið má lítið eitt brúkast, þegar það er komið nokkuð á annað ár, svo sem til heimiliskúnna, en þó því aðeins að það sé vel alið, t.d. snemmborinn kálfur, um nýár á eftir, og mestu gætni þarf að við hafa allajafna, svo nautinu komi ekki hnekkir, einkum meðan það er á framfaraskeiði; þegar nautið er 2. ára má fyrst brúka það fullkomlega.

4. gr.

Kynbótanefndin skal hlutast til um, að í hverju byggðarlagi séu haldin svo mörg naut, að nægilegt sé, og skal koma þeirri reglu á, að naut séu sótt og léð til kúa, en sá skaðlegi ávani numinn burtu, að kýrnar séu leiddar til nautanna, einkum að vetrarlagi.

5. gr.

Kálfa skal einkum ala snemmborna eða fyrri part vetrar, og láta þá fá gott uppeldi.

6. gr.

Kvígur mega fá kálf, þegar þær eru þriggja missira, en kjarkmest og heilsubest yrði kynið, ef þær fengju ekki kálf fyrr en fullra tveggja ára. Einnig er það athugavert, að láta ekki kýr eiga kálf tvisvar á sama árinu, og mætti alls ekki halda þeim, fyrr en í fyrsta 9 vikur frá burði.

7. gr.

Það skal taka kýr snemma fastar að haustinu, og eftir tíðarfarinu byrja að gefa þeim með fyrir réttir.

8. gr.

Hverri kú skal ætla 35-40 hesta af töðu af venjulegu bandi eða 50 hesta af stör eða útheyi, en nautum, kvígum og kálfum að tiltölu minna.

9. gr.

Fái nautpeningur kláða af lús eða öðrum óþrifum, þarf að út rýma honum með íburði. Séu kýr varðar öllum óþrifum og kembdar daglega, þurfa þær ekki eins mikið fóður, en mjólka betur.

10. gr.

Fjósin þurfa að vera góð og hirðingin nákvæm, þau skulu vera björt, hlý og loftgóð, básarnir nógu stórir og vel við haldið; hey og vatn, kvöld og morgna um gjafartímann, má ekki bresta. Sé þessa gætt, er líklegt að kúakynið taki miklum bótum, og að afnot kúnna verði langt um meiri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband