Það var fyrir nokkrum (h)árum síðan ...

... sem allt lék í lyndi á Íslandi, allir frekar hamingjusamir og allt á blússandi siglingu vegna þess að einka(vina)væðingin hafði gert svo margt gott fyrir þjóð og land, meir að segja forsetinn tók þátt í hringdansinum. Síðan fékk hagkerfi heimsins smá flensu og eftirköst hennar eru misjöfn eftir því hvaða parta hagkerfisins þú lítur á.

Ég ætla nú ekki að fara skrifa um kreppuna sem slíka heldur er tilefni þessa pistils raforkuverð en það hefur hækkað mikið undanfarna daga hér í Noregi sökum þess að hitastigið hefur ekki farið yfir frostmark í nokkrar vikur, hefur verið öðru hvoru megin við -10°C undanfarna daga. Fann frétt um þetta í norskum miðlum og hér á Austurlandinu er raforkuverð 1,37 NOK/kWh eða rétt um 30 ISK m.v. gengið í dag. Fyrir sunnan mig  (Suðurland og Vesturland) er verðið þó nokkuð lægra eða um 50 aurar/kWh eða um 11 ISK. Íbúar í kringum Þrándheim  (sunnanvert Norðurland) þurfa hinsvegar að reiða fram 11,32 NOK/kWh (um 240 ISK) meðan íbúar enn norðar í Tromsö greiðar um 4 NOK/kWh.

Hvað þýðir þetta svo, jú mishár rafmagnsreikningur eftir því hvar í landinu þú býrð. Sem betur fer segi ég er rafmagn innifalið í leiguverðinu hjá mér en lauslegir útreikningar mínir sína að raforkunotkun í þessu húsi er um 80 kWh á sólahring. Það sér hver í hendi sér sanngirnina með rafmagnsreikning uppá 900 til  19200 krónur á sólahring fyrir samskonar hús.

En ástæðan, ég held hún sé einkavæðingin, brellumeistararnir í Brussel settu reglur fyrir nokkrum árum um að einkavæða raforkuflutningskerfi og rafmagnsveitur. Eftir minni bestu vitund hefur það verið gert í Noregi en flutningskerfin eru takmarkandi og því er hálfgerð einokun á sumum svæðum, þannig að íbúar hafa aðeins um einn viðskiptavina að ræða. Svona virkar einkavæðingin í hnotskurn, sjálfsagt nær hún tilgangi sínum í einstaka tilvikum en þau eru of fá.

En að léttara hjali og svari við athugasemdum síðustu færslu, USS: ég skal kanna þessi mál og gefa betri skýrslu um fjárhúsin við fyrsta tækifæri. Á enn eftir að athuga hvernig Loðdýrið hér norðvestan við mig hefur það. ALS: Forystufjárþátturinn var ekki sýndur á vefsjónvarpi RÚV þannig að ég sá hann ekki og get lítið sagt um hvað mér finnst, sá hins vegar að sitt sýndist hverjum á hinum nýmóðins sveitasíma (Facebook).

Þar til næst, hafið það gott ... endilega ritið athugasemdir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband