1.3.2010 | 23:27
Stórborgir, Icesave og norskar kýr
Skrapp til Osló í morgun, svipuð flestum öðrum stórborgum nema mér fannst hún heldur svona sóðalega að sjá en það er nú bara oft þegar saltslabb er á götum og hálfgert millistigs leysingarveður, sem oft á sér stað um hádegisbil þegar hitastig er hæst. Samt er sennilega rangnefni í titlinum hjá mér að Osló sé stórborg, þetta er sennilega óttalegur smábær miða við stærstu bæi en fyrir mér er þetta stórt og lítið spennandi, skil ekki hvað er svona rosalega frábært við borgarlíf. En þeim sem finnst borgarlíf frábært skilja sennilega ekki sveitalíf svo þetta kemur út á jöfn.
En erindi mitt til Osló var að heimsækja íslenska sendiráðið, að nýta mér þann rétt sem ég hef sem íslenskur ríkisborgari og kjósa um hana Ísbjörgu blessuðu. Þó þetta hafi bæði verið fyrirhöfn, vesen og kostnaður að fara til Osló held ég að það muni skila sér margfalt til baka. Ég bara spyr, af hverju á sárasaklaust fólk að borga með skattpíningu fyrir heimsku jakkafataklæddra skólastráka sem trúðu að peningar yxu á trjánum. Síðan er samningatækni Breta og Holllendinga sérkapítuli fyrir sig, jaðar við kúgun. Báðar eru þó þjóðirnar í ESB sem skilgreinir sig með jöfnuði og réttlæti, sér hver heilvita maður að það var ekkert jafnrétti í gamla samningum. Þó Bretar og Holllendingar semji sem sjálfstæðar þjóðir hafa þeir örugglega mömmu gömlu í Brussel mitt á milli sín sem helsta ráðgjafa enda er allt sem hún segir satt og heilagt.
En best að vera ekki að ergja sig of mikið á þessu jafnréttis"sambandi, það er efni í sér pistil með nokkrum vel völdum orðum og ég skrifa örugglega þegar heimanám í dreifni- og fjölbreytugreiningu verður óspennandi á næstu dögum. Reyndar eru það norsku kýrnar sem eru helsta vandamál mitt í náminu þessa dagana, er afla mér upplýsinga um ræktunarskipulag þeirra og á að gera verkefni um það sem ég veit ekki alveg hvernig endar. Veit þó að ég er staddur einhversstaðar í miðju norsku fjósi með marga spotta, á eftir að ákveða hvernig og hverja þeirra ég kippi í til að fullkomna verkið fyrir 7. maí. En þá á að skila verkefninu, sem bæði verður prófið og námsmatið í áfanganum, í millitíðinni þarf þó að moka ýmsa flóra og einn þeirra þarf að hreinsa fyrir næsta föstudag með kynningu á smá hópverkefni, það á þó ekki að vera fullkomið svo sennilega má skilja eitthvað eftir í fórnum.
En þar til næst hafið það sem best .................. veit ekki hvort rafmagnið var svona leiðinlegt síðast, en það skaðar engan að kvitta hér, langar að vita hverjir endast í að lesa allt þetta rafraus mitt :).
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mikið skil ég þetta með kvittið...kvitt kvitt
Sigga Júlla (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 07:36
Gaman að sjá kindurnar. Eru ennþá kindur í kjallara fjóssins, þar sem þær liggja við opið?
Hafdís Sturlaugsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 08:49
gangi þér vel í verkefnaflórnum ;)
Hildur Dagbjört (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 09:38
Kvittun fyrir lesturinn....
Ragnheiður (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 14:06
Ég les bloggið þitt alltaf gamli "sambýlingur"
Heiða Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 19:51
Já þetta er nátturulega algjör dónaskapur að kvitta ekki fyrir sig hérna. En ég kíki nú samt daglega hér inn til að fylgjast með hvernig þér gengur í útlandinu.
Hanna Valdís (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.