Að horfa í rétta átt

Best að henda hingað inn nokkrum línum, er svona að fá heilsuna aftur en ég hrökklaðist heim úr skólanum í dag (reyndar í lok tíma) þegar allt sem fyrir framan mig var á tölvuskjánum var farið að hringsnúast á miklum hraða vegna höfuðverkjar. Ætla ég að kenna mér sjálfum fyrst og fremst um þennan höfuðverk með því að vera óduglegar að horfa til hægri í vetur, enda tölvan vinstra megin á skrifborðinu.

Henti hugleiðingu um þetta inná sveitasímann í gærkveldi og það stóð ekki á skoðunum vina minna þar, flestir héldu að þetta tengist pólitískir sýn minni á einhvern hátt, meir að segja að ég myndi sjá ljósið ef ég horfði nógu lengi. En ég gef lítið fyrir þessa vinstri hægri pælingar í pólitík, hún snýst bara um völd og meiri völd. Ef hentar mönnum að flytja sig til hægri eða vinstri þá er það gert til að krækja í völd, enginn hugsjón þar að baki. Kannski ástæðan fyrir að meiri skítur safnast í fjóshauginn hjá íslenskum stjórnvöldum á degi hverjum en þau ná að moka út.

Talandi um pólitík þá er ég fyrst hér í Ási að átta mig á því hvað réttur nemandans er mikill þegar kemur að prófdegi. Þannig er að í upphafi annar liggur próftafla fyrir sem og tímasetningar prófa, ef gera þarf breytingar á henni þarf samþykki allra nemenda áfangans. Það nægir ekki að 57 af 60 samþykki, heldur þurfa allir að samþykkja. Engar varúðarrástafanir fyrir skólann enda eiga nemendur að velja sér áfanga miðað við þetta, þ.e. að velja ekki áfang sem prófað er í á sama tíma.

Af hverju skildi ég vera skrifa um þetta, ástæðan er sú að í öðrum tölfræðiáfanganum kom það fljótlega í ljós að mistök voru gerð og á að reyna laga þau með því að færa prófið til innan sama dags, þ.e. frá klukkan 9 um morguninn til klukkan 14:30. Fyrir rúmum mánuði síðan fékk ég tölvupóst þess efnis að samþykkja þetta, skiptir mig engu máli og samþykkti ég þetta því. Enn í dag er ekki komin niðurstaða í þetta mál þar sem 3 nemendur af 58 eiga eftir að samþykkja og enginn af þeim sem sækja tíma reglulega kannast við þá. Því virðist vera að réttur huldunemenda sé mikill og skóli á borð við UMB hafi ekkert plan B þegar kemur að þessum málum, t.d. með því að hringja í fólk. En það er sjálfsagt ekki skrifað í starfsreglur skólans og því má ekki gera það, meiri reglufestan á öllu hér í Noregi.

Svo við höldum áfram með hægri umræðuna þá finnst mér svokölluð hægri regla í umferðinni vera óþarflega algeng hér í Noregi, verð nú bara að segja þar. Með tilliti til þess þarf ég líka að vera duglegur að horfa til hægri á nánast öllum gatnamótum, ég er bara svo vanur því að biðskyldumerki sé á gatnamótum að mér finnst það einnig sjálfsagður hlutur hér. En svona er þetta nú. Hægri reglan er samt skárri en vinstri hægri reglan sem ég kynntist á Nýja-Sjálandi fyrir tveim árum, hún var reglulega ruglandi, vægt til orða tekið.

Þar til næst, hafið það gott ........................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband