13.4.2010 | 15:19
Sumar og sól
Helstu fréttir frá Noregi í dag eru þær að hér er bara skaðræðisblíða eins og maðurinn sagði. Heiðskírt og 12°C hiti á opinberum mæli þessa stundina og svipað veður skv. spánni næstu daga. Vindur mælist og er heldur meiri en maður á að venjast hér úti en samt mjög gott af haf smá golu svo maður grillist ekki alveg þegar maður labbar í skólann.
Sýnist á flestu að annað eldgos gæti hjálpað íslensku þjóðinni mikið núna, svona svo fréttamenn hafi eitthvað annað að fjalla um en þessa hrunskýrslu. Nei, maður má ekki segja svona, þeir myndu fyrst þá fara yfir um. En rosalega er ég feginn því að vera ekki á Íslandi þessa stundina því mér sýnist á öllu að umfjöllun um þetta 3426 blaðsíðna rit (kannski leikrit?) sé komin vel fram úr því sem góðu hófi gegnir.
Fyrir þá sem hafa eitthvað af almennri skynsemi held ég að fátt komi á óvart við lestur á þessu verki. Skýrslan var þörf til að staðfesta hversu sjúkt menn hugsuðu og voru komnir langt út fyrir öll velsæmismörk í fjárfestingum og blekktu saklaust fólk eingöngu til að græða meira. Allt knúið áfram af lögmáli markaðarins sem átti að vera hin fullkomna hugmyndafræði en einnig spilaði hið sjúka regluverk sem upprunnið er á einhverjum kontór í Brussel nokkurn þátt.
Jafnframt er skýrslan góður grunnur til að byggja á hvernig menn eiga ekki að gera, gæti orðið öðrum ríkjum áminning (ég held að enn sé ekki allt komið uppá yfirborðið í hinum alþjóðlega fjármálaheimi), heppilegt að þetta var Ísland því ég efa stórlega að svona skýrsla hefði verið prentuð í öðru landi, m.v. höfðatöluregluna hefði hún orðið um 3.500.000 blaðsíður í Bandaríkjahreppi og 15 milljónir síðna í Kína en það er nú kannski óvæginn samanburður hjá mér. Hugsa reyndar að væri þörf á að skrifa svona skýrslu í Bandaríkjahrepp.
Um leið og stjórn landsins verður skipuð fólki sem hefur einhvern vott af heilbrigðri skynsemi þá getur einhver uppbygging af viti hafist. Það mun hins vegar ekki gerast meðan ákveðinn hópur fólks ætlar að gera allt sem það getur til að koma þjóðinni undir Brusselvaldið, jafnvel með áður óþekktum aðferðum í samningatækni (að fara sundurð í viðræður og ekki nýta þær fagstofnanir sem til eru) sem trúlega munu ekki gefast vel.
Langaði bara að deila þessum skoðunum mínum með ykkur, jafnframt finnst mér aðdáunarvert hjá leikurum Borgarleikhússins að lesa þetta í beinni útsendingu á netinu (http://www.borgarleikhus.is/livestream), jafnvel þó það taki nokkra daga, heyrist þau núna vera á blaðsíðu 470 af 3426.
En þar til næst ... hafið það gott
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haha þetta er nokkuð vel mælt hjá þér, fannstu það kannski á þér að það væri að brjótast út nýtt eldgos hérna á klakanum
Hanna Valdís (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.