På Gardenmoen

Alltaf gaman að bíða á flugvöllum og þá er ekkert betra en skrifa eins og eina bloggfærslu, verður reyndar síðasta færslan í bili enda nennir maður ekkert að blogga meðan maður verður á Íslandi í sumar. En ég er semsagt á leiðinni heim núna eftir ef guð og Eyfjallajökull lofar. Merkilegt en satt þá er þessi skólavetur liðinn og 60 einingar sennilega í höfn, allavega gekk vel í þessum tveimur prófum sem ég fór í og öllum verkefnum skilað þannig að þau ættu að fá þokkalegasta námsmat. Annars er einkunn afstætt hugtak.

Þegar ég horfi til baka þá er maður bara búinn að skólast heilmikið til í vetur þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika, hvort maður er víðsýnni hef ég ekki hugmynd um. Brekkan sem um var ritað fyrst í haust er samt jafn brött en sú andlega er meira aflíðandi.

Samt merkilegt hvað maður getur sankað að sér dóti á hverjum vetri, var í mestu vandræðum að pakka niður í morgun þrátt fyrir að skilja stærri hlutann af dótinu eftir þar sem maður kemur hingað aftur í ágústbyrjun til að læra meira og meira. Vona samt að fari ekki fyrir mér eins og [því miður] fer fyrir mörgum og Steinn Steinarr lýsir í þessu kvæði:

Betra er að vera af Guði ger

greindur bóndastauli

en að heita hvað sem er

hámenntaður auli

Held nefnilega að alltof margir hafi farið þennan veginn á síðustu árum, sérstaklega við stjórn ríkisins, það er verður aldrei hægt að skýla sér bak við menntun því það eitt hef ég lært á þessari skólagöngu minni að engi vísindi eru heilög (raunar eru þau mörg býsna brothætt) og því ætti heilbrigð skynsemi ætíð að ráða ef vafi leikur á hvað skal gera. Nenni varla að eyða orðum á siðblinduna sem nú hrjáir þá sem keyrðu landið í þrot, kannast ekki neitt við neitt og neita að gangast við ábyrgð, held væri réttast að þessir menn mokuðu skít og sinntu samfélagsþjónustu í eins og tíu ár, það verður of gott fyrir þá að sitja í fangelsi ef einhvern tímann næst að sanna glæp á þá.

Allavega eru fangelsin hér í Noregi orðin of góð og betri en mörg hótelherbergi enda hefur þetta aðeins verið í fréttum að undanförnu. Þó ég ætli nú ekki að vera með neina dómsdagsspá finnst mér Norðmenn að vissu leyti vera í íslenskum 2007 fasa (kaupa og kaupa jafnframt því að taka 100% lán) og trúa því að ekkert geti farið á versta veg, því miður held ég að þeir eigi eftir að glíma við sína kreppu en ég held nú samt að bankakerfið þeirra hrynji ekki. Eins held ég að styttist í sundrung Brusselvaldsins, það stefnir hraðbyr inní seinni bylgju kreppunnar sem menn töluð alltaf um, þar var bara rétt sópað undir teppið, ekki tekið til, skil ekki hvernig hægt er að byggja hagkerfi endalaust á loftbólupeningum. Meðan ekki eru raunveruleg verðmæti bak við hlutina verður efnahagsleg kreppa, ætli sé til að mynda innistæða fyrir öllum þeim peningum sem skráðir eru á efnahagsreikninga heimsins. Spyr sá sem ekki veit.

Næst á dagskrá er hins vegar sauðburður og bunki af klassískum heimsbókmenntum eða ævintýri Andrésar andar og félaga frá áramótum. Svo vona ég að bæði efnahagslegum og náttúrlegum hamförum farir að linna á Íslandi, held að hvoru tveggja gerist þegar þessi „sýndarríkisstjórn" Íslands segir af sér, því fyrr því betra fyrir alla aðila. Vona að ósk mín rætist áður en ég blogga næst um miðjan ágúst, hafi einhvern tímann verið spilling í íslenskum stjórnmálum þá er hún núna, það leynist engum skynsömum manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýndarríkisstjórn er sannarlega gott heiti á brúnu ríkisstjórnina. Sama segi ég um Evrópusambandið; það er vonandi að sá loftkastali fari að hrynja bráðum og fólk fari að nota fiskimjöl sem fóður fyrir jórturdýr aftur.

Jóna Þórunn (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 12:41

2 identicon

Vona að þú hafir það gott í sumar  :) Hlakka til blogg-færslna í haust :)

Anna Lóa (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband