7.9.2010 | 21:53
Af symmetrískum sauðkindum
Um daginn keypti ég suðuramerískt lambakjöt í Nordby þegar ég var þar að versla, nánar tiltekið frá Chile. Kjötið bragðaðist ljómandi vel enda hefur lambakjöt það fram yfir allar aðrar kjöttegundir að vera alltaf gott.
Það sem vakti hins vegar athygli mína var sköpulag þessara sauðkinda, af þessum kjötbitum að dæma voru þær allavega ekki symmetrískar eða þverþornin samhverf um háþornin á hryggnum. Þar sem þetta gilti um fleiri en eina sneið dreg ég þá ályktun að þær séu skringilega skapaðar.
Fyrir svo utan það að kjötmagn var ekki mikið á hverjum bita enda snýst sauðfjárrækt þarna suðurfrá sennilega meira um ullarframleiðslu en mikið kjöt. En þá komum við að öðrum punkti sem mig langar örlítið að ræða og það er hvernig hið gullna lamb" í augum sláturleyfishafans lítur út til markaðssetningar. Það skal vera létt og fitulítið svo það sé hagkvæm neyslueining skv. næringarfræðinni eða þeim sem ráðleggja um mataræði. Slíkt er hins vegar í algjörri andstöðu við hvernig hagkvæmast er að framleiða lambakjöti svo framleiðandinn fái sem mest verð.
Því finnst mér verðskrár þær sem sláturleyfishafar bjóða í haust til háborinnar skammar og þeir í raun með því að játa kunnáttuleysi sitt í markaðssetningu þar sem þeir fylgja bara því sem stóri aðilinn gerir, af því það er þægilegast. Þó svona verðþrep séu gegnumgangandi í afurðasölu erlendis finnst mér algjör óþarfi að vera taka þau upp á Íslandi.
Annars verð ég að gera aðra tilraun á þessum suðuramerísku kindum síðar í haust, vita hvort þetta var tilviljun eða ekki. Svo kíkti ég á dæmigert norskt tún í dag, það er kannski slétt en hliðarhallinn er mikill, kíkti allavega á Ragnar í vinnunni í dag og fékk alveg nóg á að halda mér á réttum stað í vélinni eftir tvo hringi. Veit ekki hvort meðfylgjandi mynd sínir þetta nógu vel.
Þangað til næst ..................................
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.