Gott kvöld !!!

Best að setja inn eina færslu hér á meðan nóvember lifir enn, allt gott að frétta héðan og veturinn rækilega staðfest komu sína og ekki nema 18 stiga frost úti. Föðurlandið er því það eina sem dugar innandyra sem utan enda Norðmenn ekki þekktir fyrir að einangra hús sérlega vel.

Hvað um það, fór á fund með leiðbeinendum í morgun til ákveða hvernig við ættum að túlka niðurstöður lokaverkefnis míns. Útaf fundinum gekk ég ringlaðir en nokkru sinni fyrr, fórum örugglega 2 jafnvel 3 hringi í umræðum og bökkuðum þó nokkrum sinnum. Varð mér því heldur lítið úr verk það sem eftir lifði dags og mín bíður reyndar enn einn vinkillinn á verkefnið í pósthólfi en læt hann bíða morguns. Það sem hægt er að gera einfalda hluti flókna en eins og leiðbeinandinn minn sagði í morgun þá velur maður nú alltaf flóknu hlutina framyfir þá einföldu. Síðan deila menn um það hvort það sé rétta aðferðina Smile

Hvort heimurinn er auðskiljanlegri sá fræðilegri eða sá raunverulegi læt ég ósagt látið en svo ég vitni nú í ágætan kunningja minn er niðurstaða verkefnisins í dag eitthvað á þessa leið: „Víxlhrif milli kynslóða er afleiða af misjöfnu kynslóðabili sem skýrist af skekkju í grunngögnum. Hana má þó minnka með því að deila afleiðunum í rótina af sjálfum sér og þá sést að það er betra að nota lambhrúta meira en nú er gert." Smá sannleikskorn í þessu en samt ekki að öllu leiti. En setjum þá verkefnið frá ... og þó ákváðum á fundinum í morgun að minnka verkefnið aðeins, kemur það aðallega niður á einni breyti og nokkrum frítölum, auðskiljanlegt ekki satt.

En þá að mun auðskiljanlegri hlut þar sem niðurstaða varð ljós í dag, og þó. Allavega skil ég ekki þetta kosningarkerfi einn, tveir og þrír og enginn sem ég þekki hefur skilið það heldur. Vonandi verður ekki notast við svona kosningarkerfi því ég held að það sé ein helsta ástæða hinnar lélegu kjörsóknar. En ég kaus nú samt og náði alveg 28 tölum af 100 réttum eða 7 einstaklingum af þeim 25 sem náðu kjöri og bind ágætar vonir við þetta fólk þó stóra spurningin verði alltaf hvort þingið komist að gáfulegri niðurstöðu fyrir þjóðina.

Meðan flestir Íslendingar sátu heima skrapp ég með Sigbjørn aðstoðarleiðbeinanda mínum og Ron prófessor frá Texas í heimsókn á sauðfjárbú Jon Sand í Buskerud. Sú heimsókn var mjög hressandi og gaman heyra óbreyttan bónda tala um möppudýrin sem sitji á skrifstofu allan daginn og sjái ekki út fyrir kassann og átti þá við kynbótaeinkunnina sem NSG heldur út hér í Noregi. Í henni er mikil áhersla á frjósemi og Joe vill minnka hana en finnst honum full mikil aukavinna fylgja því að halda 50 heimalninga sem ég skil alveg mjög vel. Þrátt fyrir þessa miklu frjósemi var fallþunginn hjá honum ekki nema rétt 22,5 kíló í haust, 4 kg þyngra það sem kom af fjallabeit en það sem gekk í skóginum í allt sumar. En þetta snýst nú að hluta til um útsjónarsemi og það er nóg til af henni hjá Jon. Gaman að koma í heimsókn til svona bónda sem er með allt á hreinu.

En best að hætta þessu ... jólin á næsta leiti, fór meir að segja á tónleik í Áskirkju í kvöld þannig að það styttist þá líka sá tími sem ég á eftir að vera hér úti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband