8.12.2010 | 22:31
Í upphafi skildi endinn skoða ...
eru einkunnarorð dagsins í dag. Var semsagt á fundi með leiðbeinendum mínum í dag þar sem við reyndum að nálgast útgangspunkt til túlka heppilegar niðurstöður í verkefninu mínu. Fundurinn stóð í fjóra klukkutíma og gagnlegur en niðurstaðan samt í lausu lofti en trúlega sú að vinna haustsins fyrir bí og gera þarf allar 621 greiningarnar aftur. Allavega er ég margs vísari um allskyns hugtök sem ég hefði kannski átta að vera staðfastir á í upphafi og fer ekki nánar út hér enda ekki fyrir leikmann að skilja þau. Sagði ekki líka Edison að hver misheppnuð tilraun væri eitt skref í rétta átt.
Að öðrum hlutum, á laugardagskveldið þegar ég var að koma hér heim sá ég úlf á vappi hér neðar í götunni. Hann virtist samt alveg meinlaus en verst að hafa ekki verið með myndavél til að ná mynd af honum. Við vorum allavega tveir sem sáum hann og vorum báðir sammála um að þetta væri úlfur en ekki stór villihundur. En þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem úlfar hafa sést hér í Ás, svo ég kippi mér ekki mikið upp við þetta. Einnig er ekki svo ýkja langt í skóginn, þannig að hann hefur trúlega villst aðeins af leið enda ekki mikið af hafa í ljósadýrðinni innanbæjar.
Frá því síðast hefur hitastig lítið breyst hérna rokkar frá -12°C til -18°C. Stefndi reyndar í hitabylgju hér á sunnudaginn þegar hitinn fór í -7°C en það var fljótt að breytast, snjóaði bara mun meira í staðinn. Allavega er mjög fallegt um að litast úti núna, frosthrím á öllum trjám og frostþoka, sumir myndu kalla þetta ævintýraheim.
Þar til næst .........
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.