Fyrsta færslan

Þessi síða er hugsuð fyrir vini og vandamenn til að fylgjast með dvöl minni á Nýja-Sjálandi næstu þrjá mánuði.

Ég fer út 2. nóvember næstkomandi og kem heim í byrjun febrúar 2008. Flýg héðan til London og þaðan er beint flug til Nýja-Sjálands með millilendingu í Los Angeles. Frá Auckland fer ég með flugi yfir á Suðureyjuna til Christchurch og á þá eftir að aka þaðan til West Otago fyrir norðan borgina Gore.

Þar verð ég á nokkrum sauðfjárbúum við vinnu og almenn störf en í janúar fer ég á kúabú þar sem eru rúmlega 500 kýr.

Ég ætla reyna að skrifa reglulega inná þessa síðu hér og set eitthvað hér inn næst þegar ég er kominn út.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil bara óska þér góðrar ferðar - þetta er alveg ægilega spennandi.

Ég mun fylgjast með í vetur þannig að vertu duglegur að skrifa inn.

kær kveðja Aldís

Aldís (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:21

2 identicon

Jibbí, náði að vera fyrst til að kommenta Til hamingju með nýju síðuna! Það verður gaman að fylgjast með ævintýrum þínum í Kívílandinu

Halla (ennþá) next door neighbour (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 20:17

3 identicon

Glæsilegt.

Komin með síðu, til hamingju með það.

Þá getum við Noregsbúarnir fylgst með þér í ævintýrinu. Það verður spennandi að fá fréttir af þér þar sem þetta eru mjög svo framandi slóðir.

Gakk vel að pakka.

Heyrumst

kveðja

Hrafnhildur og Ragnar Finnur

Hrafnhildur Baldursdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:51

4 identicon

vonandi gangi þér allt í haginn í útlandinu:)

 Kv. Finnur og Dóra

Kristján Finnur og Dóra (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 00:21

5 identicon

Góða ferð meistari og hafðu það gott

 mbk

Vaggi

Vaggi (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:06

6 identicon

Góða ferð kappi. Það verður nú ekki mikil breyting frá Dölunum að fara til NZ

Einar Kristinn (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:58

7 identicon

Ég held að ég hafi einhvern tíma lofað að kommenta á sem flestar færslur hjá þér... Er ekki kurteisi að standa við það þó í ölæði hafi verið... 

Góða ferð.

Mæja (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:32

8 identicon

Frábært að fá að fylgjast með þér, góða ferð !

Bestu kveðjur frá Nafna og fjölskyldu í Vesturfoldinni 

Sigurdís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 21:09

9 identicon

Góða ferð

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband