18.10.2007 | 17:00
Fyrsta færslan
Þessi síða er hugsuð fyrir vini og vandamenn til að fylgjast með dvöl minni á Nýja-Sjálandi næstu þrjá mánuði.
Ég fer út 2. nóvember næstkomandi og kem heim í byrjun febrúar 2008. Flýg héðan til London og þaðan er beint flug til Nýja-Sjálands með millilendingu í Los Angeles. Frá Auckland fer ég með flugi yfir á Suðureyjuna til Christchurch og á þá eftir að aka þaðan til West Otago fyrir norðan borgina Gore.
Þar verð ég á nokkrum sauðfjárbúum við vinnu og almenn störf en í janúar fer ég á kúabú þar sem eru rúmlega 500 kýr.
Ég ætla reyna að skrifa reglulega inná þessa síðu hér og set eitthvað hér inn næst þegar ég er kominn út.
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil bara óska þér góðrar ferðar - þetta er alveg ægilega spennandi.
Ég mun fylgjast með í vetur þannig að vertu duglegur að skrifa inn.
kær kveðja Aldís
Aldís (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:21
Jibbí, náði að vera fyrst til að kommenta Til hamingju með nýju síðuna! Það verður gaman að fylgjast með ævintýrum þínum í Kívílandinu
Halla (ennþá) next door neighbour (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 20:17
Glæsilegt.
Komin með síðu, til hamingju með það.
Þá getum við Noregsbúarnir fylgst með þér í ævintýrinu. Það verður spennandi að fá fréttir af þér þar sem þetta eru mjög svo framandi slóðir.
Gakk vel að pakka.
Heyrumst
kveðja
Hrafnhildur og Ragnar Finnur
Hrafnhildur Baldursdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:51
vonandi gangi þér allt í haginn í útlandinu:)
Kv. Finnur og Dóra
Kristján Finnur og Dóra (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 00:21
Góða ferð meistari og hafðu það gott
mbk
Vaggi
Vaggi (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:06
Góða ferð kappi. Það verður nú ekki mikil breyting frá Dölunum að fara til NZ
Einar Kristinn (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:58
Ég held að ég hafi einhvern tíma lofað að kommenta á sem flestar færslur hjá þér... Er ekki kurteisi að standa við það þó í ölæði hafi verið...
Góða ferð.
Mæja (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:32
Frábært að fá að fylgjast með þér, góða ferð !
Bestu kveðjur frá Nafna og fjölskyldu í Vesturfoldinni
Sigurdís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 21:09
Góða ferð
Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.