Kominn til London

Þá er ég kominn til London, flugið gekk bara ágætlega smá ókyrrð í flugtakinu söku veðurs á Íslandi og síðan öðru hvoru á leiðinni. Var ekkert að láta það trufla mig hafði svo fjári skemmtilegan sessunaut, verkfræðing sem sagði mér ekkert annað en sögur af sjálfum sér og voru þær bara ágætar.

En auðvitað gerið ég mistök á flugvellinum, gleymdi að kaupa mér miða í stærtóinn sem fór á hótelið þannig að ég þurfti að bíðan alveg hálftíma lengur til að ná næsta strætó. En er semsagt kominn á hótelið og ætla fara halla mér fyrir hið gríðarskemmtilega og spennandi flug á morgun sem tekur litla 26 tíma og 20 mínútur með millilendingu í Los Angeles.

Varð bara hugsað til þess á leiðinni á hótelið hvað er asnalegt að vera í vinstri umferð og get nú ekki sagt að mér hlakki beint til að fara keyra þarna á Nýja-Sjálandi. Læt vita af mér næst þar þegar ég kemst í netsamband.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.. Eyjólfur...

Guðrún í Malmö hér....  Þetta verður nú heldur betur ævintýri hjá þér þarna í útlandinu... En 26 tíma flug.. ertu að grínast...? Ég hef mest náð 14-16 tímum... nokkrum sinnum og það var Ömurlegt.... Það sem helst hefur bjargað mér er prjónaskapur svo ég myndi í snarhasti læra að fitja upp og kaupa nokkrar dokkur....

Góða ferð og gangi þér vel....

Við hér í Malmö munum fylgjast með af áhuga og bíðum svo spennt eftir fyrstu myndum...

Guðrún og Valdi í Malmö (www.malmo.blog.is)

Guðrún Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband