7.11.2007 | 07:47
Fall er fararheill ............. ég vona það allavega
Best að láta vita aðeins af sér. Ég er enn í CHCH og verð það sennilega eitthvað áfram. Ég er búinn að kaupa mér bíl og "third party insurance" fyrir hann og kostaði það mig eitthvað um 45.000 kr. íslenskar. Hér er ekki skylda að vera tryggður í umferðinni, valfrjálst en bara aumingja þú ef óhapp verður. Ég er svo skelfilega lélegur með myndavélina, en þeir sem vilja líta gripinn augum geta skoðað hann á þessari síðu hér. Finnst vel við hæfi að skráningarnúmerið byrji á ME þar sem ég er að fara á sauðfjárbú.
Ég veit núna hvar ég á að vera fyrst um sinn en það er á sauðfjárkynbótabúinu Lawson Lea alveg syðst á eynni. Þar eru að mér skylst 500 skráðar kynbótaær en eitthvað um 4500 óskráðar ær ásamt nokkrum dádýrum og nautgripum. En í morgun ætlaði ég semsagt að leggja af stað á búið og var á leiðinni út í bíl þegar ég lendi í ójöfnu á gangstéttin, dett og misstíg mig heiftarlega á hægri ökkla. Fór niður á sjúkrahús, tókst að gera mig skiljalegan þar á minni slælega lélegu ensku, fór í rötgen og er sem betur fer ekki brotinn en í teygjubindi og á verkjalyfjum. Á að taka því rólega í nokkra daga að lækniráði, þannig að núna ligg ég bara í leti og læt mér leiðast, hleyp allvega ekkert um ef ég vildi skoða bæinn. Vonandi get ég lagt af stað á föstudaginn, tek því sennilega rólega hér á morgun áður en ég hendi mér af stað útí vinstri umferðina.
Frekar vonsvikinn með þetta og finnst eins og ég eigi ekki að komast héðan úr borginni ... myndi helst vilja vera heima á ÍSLANDI þessa stundina.
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel gert Jolli minn
Seli (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 10:38
Fall er fararheill,, en þetta er skelfilegur litur á þessum bíl,, góðan bata.
Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 11:54
Þvílík dásemd!
Nú getur kynbótafræðibókin þunga komið sér vel til að stytta þér stundirnar...
Batnaðarkveðjur úr kynbótafræðitíma
Mæja
Mæja (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 13:20
Sæll bóndi.
Þetta er eðaltrukkur sem þú ert komin á. rollurnar standa alltaf fyrir sínu, meira að segja með 1600 mótor og framdrifi.
Þú munt örugglega standa þig vel í vinstri umferðinni þó að ég myndi nú ekki vilja borga mikið fyrir að þurfa að vera með þér í bílnum.
En gangi þér vel á leiðinni í sveitina, þetta er ævintýraferð hjá þér en ekki eitthvað hversdagslegt, njóttu þess., löppin hlýtur að gróa.
Mbk
Vaggi
Vaggi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.