Kominn til Dawson Dea

Ég er kominn á búid sem ég verd fyrst á. Get ekki sagt annad en mér lítist vel á stadinn. Hér lítur allt mjog vel út, var med bóndanum seinnipartinn vid hin ýmsu storf. Hér eru kindur (ca. 5000), nautgripir, dádýr, hundar og nokkrir hestar. Laet vita af mer einhvern tímann seinna tegar eg veit meira um búid og er kominn meira inní allt saman. Tarf ad fara versla mér vinnufot a morgun tvi her hefur ekki sést svo stór madur ádur. Verd kalladur JOLLY her, Eyjolfur er of erfitt í framburdi. (folk kemst naest tvi ad segja Eyjojola tannig ad Jolly er betra held eg).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú nú bara góður að fljúga til NZ, kaupa þér bíl og keyra mörg hundruð kílómetra út í sveit. Ég beið alltaf eftir blogginu þar sem yfirskriftin væri Ég er villtur 

Það verður gaman að heyra meira um búið, 5000 kindur eru sko 20.000 lappar og það er slatti. Svona meðalbú í augum norðlendinga

Mbk

Vaggi

Vaggi (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 08:22

2 identicon

Sæll Eyjólfur, a.k.a Jolly! 

Til lukku með að vera kominn á fyrsta áfanga stað! Ég er viss um að bóndinn hefur samt verið smá smeikur þegar hann sá bílinn renna í hlað og ekki síst þegar það steig út úr honum risa stór, herðabreiður og draga haltur Íslendingur sem kallaði sig Jolly! Þetta er svona eins og upphaf á bók eftir Stephen King.

En hafðu það gott!

P.s

Eru allar kindurnar hvítar? 

Sveinn Rúnar (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:49

3 identicon

ja  hérna hér! hehe

Ég er búin að sitja hér á apótekinu að láta mér leiðast í allan dag - þá datt mér allt í einu í hug að kíkja á síðuna þína og viti menn fullllllt af færslum!

Ég held að ég fengist nú ekki til að sitja með þér í þessum bíl í vinstri umferð í þessu hæðótta þorpi. Nei takk ;-)

Skemmtilegar myndir - skelltu nú inn nokkrum af kindunum, hestunum og hundunum

Aldís (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:53

4 Smámynd: Guðrún og Valdi

Er það Jolly cóla eða?   (Jollý kóla fæst í Danmörku....)

Ógeðslega fyndið.. Sorrý.. Jollý kíví hljómar betur... (annars lít ég út eins og kíví eftir klippinguna í morgun)  En annars held ég að Jollý sé fínt þar sem það útleggst á okkar ástkæra ylhýra sem Kátur en þú manst nú eftir honum Káti sem borðaði Gulrótarkökuna hálfa, allt vínarbrauðið og allar kleinurnar fyrir Viskukúafundinn.....

Þetta hljómar ljómandi vel hjá þér... Njóttu nú í botn... Og það er fínt að eiga Corollu (rollu).. ég hef átt þær nokkrar og geymi eina úti í refahúsi og borga Snorra fé fyrir...

Bestu kveðjur frá Malmö

Guðrún og Valdi

Guðrún og Valdi, 9.11.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband