Christmas Parade

Já, jólin nálgast víst óðfluga og ég held að fólk verði nú meira vart við það á heima á Íslandi heldur en ég hér miðja vegu milli miðbaugs og suðurpólsins. Eitthvað verð ég þó var við jólin og fór því í dag á jólaskrúðgöngu í Invergarcill sem er svona aðalbærinn hér syðst á eyjunni. Þetta var mjög sérstök upplifun fyrir mig því ég hef aldrei séð svona lagað áður. Og mér finnst nú hálf vitlaust að hlusta á jólalög í útvarpinu og það er um 20 stiga hiti úti og sól, það er sumar fyrir mér ekki jól en jólin eru víst að sumarlagi hér.

Setti inn nokkrar myndir held að þær skýri sig að mestu sjálfar, meir að segja mynd af mér með sólhattinn og af því að kom spurning um hvað gert væri við dádýrin hérna þá held ég að þau fari nú flest í sláturhús, hér eru til bú eingöngu með dádýr og kjötið er allt flutt úr landi, mest til Evrópu. Ef þau eru étin hér þá er það allavega ekki með kartöflum og rabbabarasultu, frekar kartöflumús og apríkósusultu, það sem ég er búinn að fá leið á kartöflumús, verð feginn í febrúar að komast heim og fá almennileg jarðepli. Veit ekki hvernig Akurnesbóndinn myndi fara að við þessar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndirnar úr jólaskrúðgöngunni minna bara ekki neitt á jólin...

Mæja (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband