21.12.2007 | 06:50
Slepp við jólaköttinn þetta árið
Ég er búinn að fá nýtt jóladress fyrir þessi jól og þarf því ekki að óttast jólaköttinn þetta árið.
Þessu dressi mun ég klæðast í jólaskrúðgöngu á aðfangadagskvöld í Riverton. Óska öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs, skrifa kannski hér eitthvað milli hátíðanna um jólahald Kiwibúa.
Rúningi lauk í gær þegar kind númer 2407 fór í gegn á þriðja degi rúnings, það var afskaplega gaman þar sem ég var í ullarmeðhöndlun og því nokkur hundruð kíló af ull búin að fara í gegnum hendur mínar. Í dag var síðan kleprahreinsun haldið áfram og klárast að mestu á morgun, þá verða tæplega 1000 lömb eftir og það þykir nú ekki mikið, rétt hálft dagsverk.
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stórglæsilegt!
Kattargreyið má víst svelta sýnist mér. Vona að haninn hafi ekki forskúfast þó jörð skjálfi verulega í grennd við ykkur (ef marka má ísl. fréttir í morgunsárið).
Njóttu GRÆNNA jóla og hafðu það gott um hátiðarnar
Kveðjur úr RIGNINGU undir Skarðsheiðinni
Edda (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 07:57
Blessaður Eyjólfur.
Það er greinilegt að þú ert búinn að aðlagast Nýja Sjálandi nokkuð vel á ekki lengri tíma. Mér líst vel á dressið -- þú ert hálf jólasveinslegur í því.
Það er gaman að fylgjast með blogginu þínu - og vonandi gegnur bíllinn vel hjá þér.
Jólakveðjur frá Christchurch,
Einar Örn
Einar Örn Hreinsson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 10:07
Bestu óskir um Gleðileg Jól frá öllum á Hvammstanga.
Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 13:07
Varst þú nokkuð eitthvað með puttana í þessu? http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2007/12/24/jolaolaeti/ Ekki það að mér þyki þú líklegur en maður veit svosem ekki hvernig veran í andfætlingalandi fer með heilann í sveitadrengjum frá Íslandi...
Gleðilegar jólakveðjur
Mæja
Mæja (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 13:53
Þetta líst mér á Eyjólfur:) Þar sem enginn þekkir mann ... þar getur maður loksins gert það sem manni sýnist Brilliant hjá þér að skella þér í extreme sportið riverrafting, shotover jet, trúðalæti og masseda'rúning. Lenti einmitt einu sinni undir svona bát og hélt í alvörunni að ég væri að fara að drukkna eða verða borðuð af krókódílum fyrst
Af því að ég er viss um að jólakortið komist ekki svona langt þá kemur það hér:
Jolli Kiwi! Bestu óskir um gleðilega hátíð og gæfuríkt, skemmtilegt komandi ár. Megi allar góðar vættir fylgja þér í ævintýrum þínum. Þakka liðnar samverustundir og matarboð Jólakveðja, Halla
Halla (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 02:21
Þetta fer þér hrikalega vel Jolli.. Held að axlaböndin séu best..
Bestu jólakveðjur frá Malmö
Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.