28.12.2007 | 23:41
Milli hátíða
Jólahátíðinni er um garð genginn hér í Kívílandi og hún snerist að mestu um að éta, éta meira og örlítið meira en það. Ég var klæddur upp sem trúður í jólaskrúðgöngunni á aðfangadagskvöld sem er í rauninni ekkert spes dagur hér, endaði með því að allir fóru á pöbbinn. Ég verð nú að viðurkenna að það fór nú svolítill kjánahrollur um mig í skrúðgöngunni en get þakkað fyrir að það þekkti mig ekki nokkur einasti maður, var settur á tvöfalt hjól með farþegasæti og Austin Power var farþegi okkar trúðanna, mun auðveldara að halda jafnvægi á slíku hjóli enda er það eini hluturinn sem ég hef harðneitaða að gera hér eða reyna að læra, segi fólki að það sé mun einfaldar að nota fæturna og ganga. Stundum mætti halda að það væri dauðasynd að ganga, hér er hjól sett í gang til að opna hlið í 50 metra fjarlægð. Hvað um það, hjólreiðin gekk ekki betur en svo að keðjan fór af öðru megin (eftir 2 mínútur) og því mun erfiðar að færa hjólið úr stað, kom þá maður á fjórhjóli og húkkaði í hjólið og dró okkur trúðanna og Austin það sem eftir var skrúðgöngunnar, hann gleymdi hins vegar alltaf að við vorum á bremsulausu hjóli og því nokkrir árekstrar aftan á fjórhjólið þegar hann bremsaði og rykkir þegar hann tók af stað aftur.
Var síðan vakinn upp um sjöleytið á jóladag af börnum hjónanna til að taka upp pakkana, meira hvað fólk getur verið spennt, skil þetta með börn en hálffullorðið fólk það er nú einum of. Ég fékk slatta af gjöfum frá jólasveininum, nýsjálenska minjagripi og sælgæti, fékk súkkulaði Rúdolf, því kívíbúar öfund mig af því að hafa hreindýr á Íslandi. Jóladagur fór síðan í að fjölskylda konunnar kom sama til að borða, foreldra öll systkin, börn þeirra og barnabörn, þetta var eins og vera staddur í fuglabjargi, fólk talaði svo mikið en svona eru víst ættarmót. Annar í jólum var síðan eins nema þá kom saman fjölskylda bóndans. Meðal annars keypti fólkið mutton ham fyrir mig sem hangikjöt hérlendis en ég verð nú að segja að íslenska hangikjötið er margfalt betra en þetta.
Síðustu tveir dagar hafa síðan farið í að sortera ærnar eftir rúning, taka skurðarærnar frá og setja hinar annað, víxla skepnum milli beitarhólfa, færa lömbin frá kynbótaánum, en þá þarf að skrá niður þunga á hverju einasta lambi o.s.frv. Er núna að fara með fjölskyldunni til Te Anau og skoða Milford Sound á sunnudaginn en eyða áramótunum með skiptistúdentunum í Wanaka sem er vinsæll ferðamannastaður aðeins norðar en Queenstown. Ætla enda þessa færslu á smá myndbandi sem staðfestir að hobbitinn á heima hér í landi, ég er of stór fyrir Nýja-Sjáland.
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár Jolli..
Ég veit ekki betur en að nýtt ár sé gengið í garð hjá þér þó margir tímar séu í það enn hjá okkur..
Kveðjur frá Svíaveldi
Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 13:41
Gleðilegt nýtt ár:-)
Þú ert víst 13 klst á undan okkur hér heima og því ætti klukkan hjá þér að vera 05:27 að morgni nýjársdags:-)
Það er búið að vera gaman að fylgjast með síðunni þinni og ég hvet þig til að halda skrifunum áfram þegar heim er komið.
Bestu kveðjur um gleðilegt nýtt ár 2008,
Emma "stóra" systir!!
Emma systir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:27
Sæll Eyjólfur, og gleðilegt ár!
Kærar þakkir fyrir skemmtilega síðu, sem er bæði gaman og fróðlegt að lesa og skoða.
Sennilega er allt stærra og meira hjá þér en á Fróni, nema vindurinn. Annars allt gott að frétta úr Eyjafirðinum.
Hafðu það alltaf sem best. Nýárskveðjur frá öllum á Hríshóli.
Sigurgeir B. Hreinsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.