Í upphafi nýs árs ...

... er rétt að segja frá því markverðasta sem skeði um nýliðin áramót í sumrinu sunnan miðbaugs. Á laugardaginn lagði ég af stað í ferðalag til Te Anau þar sem hjónin hér eiga sumarhús ferðin þangað gekk nú ekki stóráfallalaust fyrir sig því núna eftir tæpa tvo mánuði í Nýja-Sjálandi villtist ég og hafið nákvæmlega engan hugmynd um hvar ég væri staddur. Ég semsagt ákvað að fara aðra leið á mínum litla fjallabíl til að sjá meira af landinu og því stórbrotna landslagi sem hér er að finna en mér fyrirsást að taka eina beygju til hægri og hélt því áfram inní einn dölum suðuralpanna eins fjöllin hér eru kölluð, var á malbiki fyrst en síðan á malarvegi og endaði heima á einhverju sveitabæ við lokað hlið, sneri við þar og tók beygju annars staðar en sá vegur endað á vegartálma litlu seinna, ég komst nú til baka og fann staðinn sem ég átti að beygja á og komst til Te Anau fyrir rest og fannst mjög skondið þegar ég kom inní bókabúð þar að fyrst bókin sem ég sá hét LOST IN NEW ZEALAND.

Á sunnudagsmorgni var ég pikkaður upp af rútu frá real journeys fyrir utan sumarhúsið og fór með henni til Milford Sound sem vinsæll ferðamannastaður í Fiordland þjóðgarðinum, ferðin var alveg þess virði, mikið af stórbrotnu landslagi en ef menn leita að Milford á Google hugsa ég að menn fá bara myndir teknar í sól, það er aldeilis ekki rétt enda rigning daginn sem ég var þar og sjá má á myndunum sem ég setti inn en meðalársúrkoma á þessum stað er nærri 8000 mm, til lásuð rétt ekki 800 heldur 8.000.

Á gamlársdag hélt ég til Mossburn til móts við skiptistúdentana og þaðan var haldið til Wanaka þar sem við eyddum áramótunum. Gistum á farfuglaheimili og eyddum árinu á skemmtistað þar í borg. Verð nú samt að segja að flugeldasýning þeirra kívíbúa er ekkert merkileg, þeir ættu að koma til Íslands og kynnast skotglöðum Íslendingum. Á nýjársdag var síðan haldið á ströndina í Wanaka og legið þar í leti í sólbaði og já ég rauður á bakinu eftir þann dag enda vel sólbrunninn þar. Í gær komum við síðan við á rodeo (kúrekasýning) í Wanaka áður en við héldum heim á leið það var fínasta sýning en ég var það langt frá að ég náði engum krassandi myndum, var mjög fyndið að fylgjast með ungum krökkum sína listir sínar við að halda jafnvægi á brjáluðum kívíhrútum.

Ég fór síðan til baka til Te Anau og var þar í nótt, fólkið reyndi að kenna mér vinsælasta spilið hér sem heitir 500, það er sambland af mörgum spilum, verð að reyna kenna einhverjum það þegar ég kem til baka en ég reyndi að kenna þeim Kana sem er einkennisspil Hvanneyringa, held að það hafi tekist ágætlega en þau þorðu ekki að taka neina áhættu, alltaf ég sem sagði 11 eða 12. Ég hélt síðan heim í dag og er að þvo fötin mín og taka saman föggur mínar hér en fer á kúabúið á morgun er búinn að tala við bóndann þar og boða komu mína, það eina sem ég veit um staðsetninguna er að það stendur „Moonlight farms" á póstkassanum og ég vona að ég finni staðinn svo ég týnist nú ekki aftur. Læt vita af mér þar, ef ekki er ég sennilega enn að leita að staðnum.

Langar síðan að benda á þessa mynd, finnst þetta mjög skondið nafn á læk sem ég rakst á leiðinni til Te Anau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband