Moonlight farms

Ég er ekki enn að leita, ég fann búið í fyrstu tilraun og hér eru bændurnir mjög ungir, bóndinn er árinu eldri en ég og konan 27 ára en þau eru fara að gifta sig í næsta mánuði. Hvað um það, ástæða fyrir nafninu á búinu er sú að eigandi jarðarinnar var bóndi á norðureynni og í tvöfaldri vinnu líkt og margir íslenskir bændur eru þ.e. mjólkaði á morgnana fyrir vinnu og eftir vinnu á kvöldin, hann mjólkaði því alltaf í myrki eða tunglsljósinu og því hlaut búið það nafn.

 

Tony og Vicki Miles eru á sína fyrsta tímabili hér á þessu búi, fluttu hingað í júní sl., en þau eru það sem kallast leiguliðar (sharemilkers), eiga ekki jörðina en eiga kýrnar og tæki og sjá um að mjólka. Fyrir þetta fá þau helminginn af andvirði mjólkurinnar en eigandi jarðarinnar fær andvirði hins helmingsins af mjólkinni. Til er önnur gerð af leiguliðum sem sjá bara um að mjólka en eiga ekki jörðina og kýrnar, þá fær eigandi jarðarinnar enn stærri hlut af andvirði mjólkurinnar en helminginn.

 

Moonlight farms er í rauninni þrjú bú með 1600 kýr alls, allt leiguliðar, Tony og Vicki eru ein af þessum þremur bændum með 500 kýr á 160 ha. Meðalframleiðslan hér þessa daga sem ég hef dvalið er ríflega 10.000 L á dag. Hér er mjólkaði í mjaltabás sem er með 30 mjaltatækjum en ólíkt því sem ég hef þekkt áður er tækjunum vippað frá hægri hlið til þeirri vinstri þannig að það er aðeins ein hlið mjólkuð í einu. Mjaltirnar taka u.þ.b. 4 tíma á morgnana og 3 tíma á kvöldin. Svo ég vitni nú aðeins í tölfræðina hans Vagga fyrst eftir að ég kom í nóvember þá gerir þessi kúafjöldi eitthvað um 2000 spena sem þarf að mjólka.

 

Og það get ég sagt að þeir eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá því að langir, niður í mjög stutta, grannir, þykkir, innstæðir, útstæðir og þar fram eftir götunum. Hafi einhvern tímann verið sagt að kýrnar í fjósi Landbúnaðarháskólans hafi fjölbreytta spenastöðu og stundum ekki þá bestu held ég að þær fái allra 10 í einkunn í samanburði við þessar nýsjálensku. Síðan er maður í stórhættu þegar tækin eru sett á aftan frá að fá grasgræna skít framan í sig eða uppí sig ef maður er ekki vel vakandi, ég hef þó ekki lenti í því ennþá.

 

Ætli ég endi þetta ekki á skúbbi sem er svosem ekki nýtt en ég sá hér í nýsjálensku slúðurblaði lista yfir best klæddu og verst klæddu stjörnurnar og hver haldið þið að hafi verið í neðsta sæti, engin önnur en Björk Guðmundsdóttir söngkona með 1 í einkunn, næstverst klædda stjarna var þó með 3 í einkunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll

Gott að þú skulir ekki vera villuráfandi um grundir Nýja-Sjálands heldur heill og óhultur á þínum stað.

vissi ekki að þú hefðir áhuga á slúðurblöðum, hvað þá skúbbdálkunum....

 Mæja

Mæja (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband