4.2.2008 | 23:17
Hong Kong
Fyrst ég hef netsamband hér á flugvellinum er best að blogga, ekki allir sem geta státað af bloggi frá suðausturasíu, verð að viðurkenna að ég er ekki viss um hvort þetta er sjálfstætt ríki eður ei, allavega tala þeir eitthvað í áttina að kínversku. Fer aftur í loftið eftir rúman klukkutíma, er orðinn snarrugaður á því hvað snýr fram aftur upp og niður, klukkan er allavega rúmlega sjö að morgni núna að ég held 5. febrúar, sennilega rúmlega ellefu að kvöldi á íslandi þann fjórða og hádegi á nýja-sjálandi, ég á allavega að lenda í london 13:35.
Verð áfram að fljúga í myrkri, myrkur alla leiðina frá Auckland og sýnist að verði svo mesta leiðina til London, svona er þetta að fljúga afturábak í tímann. Þetta hefur bara gengið nokkuð vel, slapp við yfirvikt í fyrstu innritun af því að hún hafði aldrei séð íslenskt vegabréf áður, í Auckland slapp ég líka því sú sem var þar í innritun vann í fiski á Patreksfirði fyrir 20 árum, var samt settur í skannann hér í Hong Kong þar sem ég gleymdi að taka GSM símann úr vasanum og allt pípti og varð vitlaust. Ekki svo gott að ég hafi fundið tóma röð en er þó við neyðarútganginn og get breitt úr löppunum mín að vild, verð þó að taka tillit til beggja sessunauta minna, hverjum datt í hug að setja mig í miðjuna.
Hef þetta ekki lengra að sinni en að hverju þarf að hafa öll leiðbeiningarskilti á kínversku, ég bara spyr, hvernig á maður að finna rétta veginn með einhverjum furðulegum táknum, held ég sé á réttum stað.
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.