559442

Já, ég er enn á lífi hef alveg nóg að gera og afskaplega feginn því að Viskukýrin er frá þetta árið en hún var í gærkveldi. Tókst held ég nokkuð vel þó ég hafi gert ýmis klaufamistök í spurningunum og Logi bjargaði mér nú einu sinni og samdi spurningu á staðnum. En ég geri mistök eins og allir aðrir og viðurkenni þau fúslega, fannst samt nokkuð skondið að liðin vissu ekki svarið þegar ég spurði um sjálfan mig.

Þar sem býður mín afskaplega óspennandi verkefni um helgina, en ég þarf jú víst að fara að sinna náminu, ákvað ég að kíkja á heimabankann minn og taka saman hvað ferðin út kostaði mig, það er ekkert leyndarmál. Hún kostaði mig alls 559.442 kr. Gróflega sundurliðun má finna í þessari töflu:

Flugmiði með sköttum London-Nýja-Sjáland

179.490

Flugmiði Ísland-London

81.464

Ferðatrygging

18.900

Bílakaup, trygging bíls og fl.

 um 48.000

Gisting á ferðalögum á NZ og í London

um 47.000

Rekstur bíls, bensín og fl.

um 32.000

Annar kostnaður

152.588

Eflaust finnst einhverjum þetta fróðlegt, eina sem ég hef út á þetta að segja er flugmiðinn frá Íslandi til London, hann var fjandi dýr og hef ég það eitt að segja að Icelandair er ekki vinsælasta fyrirtæki í mínum augum, ég lenti í því að breyta miða og þurfti að borga offjár fyrir það auk þess sem þeir rukkuðu mig um morðfjár í yfirvigt meðan Air New Zealand datt ekki í hug að rukka yfirvigt. Skoða allavega önnur flugfélög sem fyrsta kost ef ég fer aftur út fyrir landssteinana.

Ef einhverjum langar að vita svarið við hvernig maður borgar svona ferð þá er ég vissulega búinn að safna í nokkur ár því það eru allavega fimm ár síðan ég fékk hugmyndina af því að fara út, þó svo að ég hafa ekki gert alvöru úr því að fara fyrr en um mitt síðasta ár og svo má líka nota námslánin í eitthvað þegar maður nær að nurla saman nokkrum aurum á sumrin.

En ætli sé ekki best að fara líta á verkefni helgarinnar, mín bíður greinin From weeds to crops: genetic analysis of root development in cereals eftir þau Frank Hochholdinger, Woong June Park, Michaela Sauer og Katrin Woll. Á hinu ylhýra myndi greinin heita: Frá illgresi til nytjaplatna: erfðafræðileg athugun á rótarþróun í korni. Ég þarf semsagt að þýða þessa grein og halda skiljanlegan fyrirlestur um hana í Plöntulífeðlisfræði á mánudaginn.

Þangað til þá...............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband