29.3.2008 | 08:37
Gamall og gráhærður
Spurning um að setja eitthvað hér inn svona til að halda einhverju lífsmarki á síðunni en ég er þessa dagana að vinna í verkefnabunka skrifborðsins sem vill bara ekkert minnka þrátt fyrir góðar tilraunir til þess, tek mér samt nokkuð reglulega frí frá þeirri iðju til að safna eða dreifa hvíta gullinu ásamt því að hafa mokað skít undan sæðingahrútunum. Held meir að segja að lýsingin skapharður" um Raft sé réttmæt og jafnvel mætti nota enn kröftugar lýsingarorð um skapgerð hans eftir viðkynni okkar þann daginn.
Það er víst alltaf að verða dýrara að éta enda hækkar heimsmarkaðsverð gríðarlega mikið. Langar þó að koma með eitt ráð til neytenda svona á síðustu og verstu dögum. Farið í ELKO og kaupið frystikistu áður en þær hækka mikið í verði eins og þeir auglýstu um daginn. Í haust skulu þið síðan vera mjög hagsýn og birgja ykkur upp af heilum eða hálfum skrokkum í sláturtíðinni til að borða. Ég get lofað ykkur að þið kaupið lambakjötið þannig á mun hagstæðara verði en ella. Það krefst hins vegar þess að þið þurfið að hugsa meira ein einn dag fram í tímann hvað eigi að vera í matinn til að taka úr frystinum, ef þið eruð hins vegar svo upptekin af lífsgæðakapphlaupinu að þið getið ekki étið neitt annað en tilbúin mat helst búið að formelta hann fyrir ykkur get ég ekki vorkennt ykkur neitt þó þið þurfið að borga hærra verð fyrir matinn.
Þetta er reyndar þjóðfélagsvandamál því að fólk má aldrei vera að neinu, nennir ekki neinu því það er í sífelldu kapphlaupi við lífsgæðin. Eitt einkenni þessa vandamáls er leti, allavega hvað mig varðar. Ég nenni varla núorðið að opna bók og lesa, reyni að komast ódýrt í gegnum alla áfanga, reyndar reynir maður ekki að breyta gamalgrónum áföngum sem velta áfram á gamalli hefð (nokkrir slíkir við búvísindadeild) og því tók ég þá ákvörðun að læra bara utanað gömul próf eins og hefur reynst mér mjög vel í gegnum tíðina til að ná einum áfanga. Það reyndist hins vegar ekki vel og fékk mitt fyrsta fall skráð um daginn uppá 4,6. Þó ég hafi verið nýkomin frá Kívílandi átti ég að gera betur og ná þessum áfanga þó ég eyddi aðeins tveimur dögum í eiginlegan lestur á námsefninu.
Þetta hefur bæði kosti og galli í för með sér, kosturinn er augljóslega sá að ég fékk spark í rassinn og fer að opna bækur í meira mæli , gallinn er hins vegar sá að ég þarf að ná öllum áföngunum í vor til að fá námslán sem eru hagstæðustu lán eins og staðan er á fjármálamörkuðum í dag. Reiknaði mér til gamans að það myndi sennilega kosta mig nálægt 700.000 kr. að fara til Nýja-Sjálands í dag og gera það sama og ég gerði þar fyrr í vetur (sumar þarna hinu megin).
En best að hætta þessu þvaðri og gera eitthvað nytsamlegra en vafra um netheima á afmælisdaginn sinn .............
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 37525
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið. Ég mæli með að Raftur verið bara settur sem fyrst í kistuna góðu frá ELKO.
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 29.3.2008 kl. 09:48
Til hamingju með afmælið
Bestu kveðjur,
Emma stóra systir
Emma (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 12:33
Til hamingju með daginn gamli.
Ég er klárlega sammála því að það sem hrjáir þjóðfélagið mest í dag er leti.
Einar Kári (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 13:49
Til hamingju með afmælið, Jolli. Vona að þú eigir góðan dag,
kv.
Bjarni Arnar
Bjarni Arnar Hjaltason (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 17:49
Sælir
Takk fyrir ánægjulega samveru stund í skítmokstrinum um daginn!
Til hamingju með afmælið !
P.s
Mig grunar að mínir kæru sandalar séu í bílnum þínum!
Sveinn Rúnar (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 17:56
Hamingjuóskir á afmælisdaginn! :)
.... Gaman að lesa bloggið þitt!
kv.
Jónína Svavarsd (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:23
Sæll
Hva afmæli, ég man nú ekki til þaess að hafa fengið boðskort. En til hamingju samt.
Mbk
Vaggi
Vaggi (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.