Mótmæli

Það eru allir flutningabílstjórar að mótmæla þessa dagana háu eldsneytisverði, en á endilega að vera ódýrt að keyra. Eru ekki bílar og það að keyra eitthvað sem flokkast má sem munaður hinna efnameiri? ég spyr nú bara.

Annað sem ég heyrði og fannst svolítil þversögn í var þegar Sturla talsmaður flutningabílstjóra var í viðtali á Stöð 2 og borði var saman bensínverð á Íslandi og norðurlöndunum, þ.e. álögur hér á landi væru lægri en þar, Sturla benti þá á að laun verkamannsins þar væru hærri þar en hér og því væri þetta réttlætanlegt, þ.e. alltaf þyrfti að bera saman laun verkamanns við verðlag. Í næstu setningu á eftir bar hann Ísland saman við Afríku og bensínlítrinn þar væri 74 kr., aldrei var minnst á laun verkamannsins í þeim efnum sem ég held að séu miklu lakari en hér.

Þó að verð  sé hátt þá verða menn bara að sníða sér stakk eftir höfði og það er ekki sjálfgefið að hægt sé að fara á rúntinn á hverjum degi. Nefni samt hér að ég held að langur tími muni líða uns ég keyri 2000 km. fyrir 10000 kr. af bensín eins og ég gerði á Nýja-Sjálandi í lok janúar sl. og keypti bensínlítrann þar fyrir 85 kr./L.

Hins vegar varpa ég fram þeirri spurningu á ekki einfaldlega að leggja sérstakar álögur á eldsneyti í Reykjavík í því efni að styrkja almenningssamgöngur og fólk nýti sér þær umfram einkabílinn (t.d. 5-10 kr/L) en hafa það lægra úti á landi því við landsbyggðarfólk getum ekki sniðið okkur að almenningssamgöngum og þurfum ætíð að nota einkabílinn til að gera almenn innkaup. Það finnst mér réttlæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið nöldra þeir allavega yfir því að fólk vilji ekki nota almenningssamgöngurnar sem eru í boði þarna á Reykjavíkur-svæðinu. Mætti alveg koma á einhverju svona; að eldsneytið sé dýrara í borginni en annars staðar. Þeir sem sækja vinnu til Reykjavíkur geta þá asnast til að fylla tankinn úti á landi í stað þess að skilja peninginn eftir þarna fyrir sunnan.

Jóna Þórunn (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband