Afdrif köfnunarefnissambanda í meltingarvegi jórturdýra

er það viðfangsefni sem heldur mér við lestur námsbóka þessa dagana og er ekki ýkja spennandi en betra en margt annað.

Held bara að vorið sé á næsta leiti hérna megin hnattar og ég er nú hálfpartinn farinn að bíða eftir því þó ég hafi verið búinn að fá mig fullsaddan af sumarhitum í lok janúar. Fékk póst að utan þar sem fólkið á sauðfjárbúinu sagði mér frá hrakförum sínum við nágranna sína en þeir hentu garðúrgangi yfir girðingu þar sem voru veturgamlar ær voru. Auðvitað voru þær forvitnar og fóru í hann, en hann innihélt eitraða plöntu og átta drápust og fleiri veiktust en þeim var ráðlagt að ormahreinsa þær með köldu TE til lækninga en ég veit ekki hvort það bar árangur.

Ég sendi súkkulaðiætunni Tony Miles á kúabúinu Síríus Konsum suðusúkkulaði og merkilegt nokk var það ekki endursent til Íslands eins og kom fyrir jólapakkann hans Ulrichs frá Austurríki í desember af því hann innihélt ólöglega jólatrésgrein úr Ölpunum. Í óspurðum fréttum stóðst íslenska súkkulaði vel undir væntingum og því getur Nói Síríus farið að hugsa um útflutning og keppt þar með við nýsjálenska súkkulaðirisann Cadbury

Hrósið að þessu sinni fær RÚV fyrir að flytja Shaun the Sheep á betri sýningartíma en lastið fær Bónus fyrir blanda EuroShopper á gosdrykkjamarkað hér, þvílíkur viðbjóður.

Þeir mega nú fá hrós fyrir nýju Bónus/Mjólku súrmjólkina sem er sennilega framleidd úr MS mjólk, veit samt ekkert hvernig staða þessa fyrirtækis er í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig te var þetta?

Halla (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 37504

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband