Vestlendingur eða hvað ?

Það fer loksins að styttast í að maður komist heim  að sinna ljósföðurstörfum á næturvaktinni í bankanum okkar. (Vona að flestir skilji líkingarmálið) Og eftir síðustu athugasemdir held ég að skásta lausnin til að forðast hagsmunaárekstrar sveitar og vinnu sé sú að velja sér starfið bóndi og halda sig að búsmalanum alla daga ársins.

Annars vonast ég til þess að þurfa ekki að sjá fleiri svona daga eins var við upphaf sauðburðar síðasta föstudag. Vonast bara til að sumarið sé komið til að vera, allavega fram á haustið.
IMG 4874
 Svona var umhorfs að kvöldi fyrsta dags sauðburðar !!
 
IMG 4873
Fyrstu lömb ársins 2008 voru undan Bifur 06-994. 
 
Bara eftir próf í áburðarfræði, búinn að spreyta mig á hinum ýmsu spurningum í vor, meðal annars hanna 2000 kinda fjárhús í landbúnaðarbyggingum ræða ítarlega um heymyglu fóðurs í Fóðurverkun, lét samt eiga sig spurninguna lýstu breytingum í slímhúð meltingarfæra hests í líffæra- og lífeðlisfræðiprófinu, enda sagði nú dýralæknir sem ég hitti og heyrði spurninguna bara “góðan daginn” og spurði hvort ég hefði séð inní hest, við krufðum reyndar innyfli úr folaldi í vetur en það var ekki nóg til að ég treysti mér í að lýsa slímhúðinni.

Fyrir þá sem finnst þetta áhugavert, drífið þá í að sækja um nám í búvísindum við LBHÍ, umsóknarfrestur rennur út 4. júní nk.
 
Ríkisstjórnir fær nú hálfgerða falleinkunn hjá mér og þó Jóhanna Sigurðardóttir hafi gert ágæta hluti í húsaleigubótum duga þær skammt fyrir þá sem hafa vísitölutryggða húsaleigusamninga, hækkun bótanna gerir ekkert annað en dekka hækkun síðasta mánaðar, ætli leigan á þessum 24 m2 verði ekki komin hátt í 50.000 í haust ef þjóðarskútan fer ekki að rétta úr kútnum.
 
Lýsi megnustu vanþóknun minn á DV, sendandi blaði til allra í dag og merkja að sérblað um Vesturland sé í því. Jújú það er blað um Vesturland en við fljótlega yfirferð þess sá ég ekki eitt aukatekið orð um Dalina sem er sannarlega á Vesturlandi, ég hef alla vega aldrei talið mig til Vestfjarða. Því velti ég því fyrir mér til hvaða landshluta ég teljist. Er DV kannski búið að búa til nýjan landshluta? Ja, maður spyr sig allavega.
 
Þar til eftir sauðburð...........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff það er ekki spennandi sauðburðarveður af þessum myndum að dæma

Var þetta próf í líffæra og lífeðlisfræðinni kanski frá því í fyrra? voru ekki einmitt þá sem svo margir féllu?

Isssss DV, ég segi nú ekki meira............. þarf ekki að eyða fleiri orðum í það blessaða blað............

Gakk vel 

kv frá Noregi 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Þú kemst að skynsamlegum niðurstöðum Eyjólfur enda bjóst ég nú svo sem ekki við öðru.  Enda ekki óskynsamlegt að vera velmenntaður bóndi á þessum síðustu og verstu tímum.  Reyndar styrktist krónan í dag og hlutabréf hækkuðu.  Ég býð því spennt eftir því að bensínið lækki, en það hlýtur að vera rökrétt afleiðing hærra gengi krónunar, ekki satt.  Kveðjur úr al-kollóttum sauðburði norður í Eyjafirði þar sem vorið bókstaflega umvefur mann

Gunnfríður

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 17.5.2008 kl. 01:23

3 identicon

Man ekki betur en þér tækist vel til með yfirborð meltingarfæra sauðkindar - hvað hefur breyst?

Og svo þóttist ég kannast við svo sem eina beinaspurningu - sem ég held að hafi líka verið á sambærilegu prófi sem ég tók á sambærilegum tíma - hver sagði að tímarnir breyttust og mennirnir með (þetta með augað kom líka kunnuglega fyrir frá sama tíma)

e (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband