Kreppa

Þetta er víst nýjasta tískuorðið í dag og mætti jafnvel yfirfæra það yfir á bloggið sem bloggkreppu en sumarið er ekki tími bloggs hjá mér þó hér sé smá tilraun.
Sauðburður er reyndar löngu búin og fæddust 649 lömb og samkvæmt minni bestu talningu fóru 635 á fjall. Er þetta mun lakari frjósemi en í fyrra og reyndar sú lélegast síðan farið var að færa skýrsluhald á nýja leik í Ásgarði rétt eftir að ég lærði að lesa í hrútaskránni. Eflaust má kenna mörgu um en sennilega má kenna gróðurhúsaáhrifunum um með hinu öfgakennda veðurfari síðasta sumar, fyrst þurrkum og svo óhóflegum rigningum þannig að skilyrði til að lifa úti og safna holdum voru léleg. Síðan gæti náttúrlega verið að ég hafi svona góð áhrif og ærnar saknað mín meðan ég vappaði innan um stallsystur þeirra í Kívílandi í lok desember. Held samt ekki.
Heyskapur er einnig að mestu búinn, þó aðeins eftir að slá há í ágúst, þurrkuðum núna 6500 litla bagga og létum rúlla restina, tæplega 160 rúllur. Var þar gert í tveimur törnum, fyrst 15 ha., svo 22 ha. Gekk þetta ágætlega en að sitja í dráttarvél og raka óslétt frímerki í heilan dag og gott betur er ekki skemmtileg vinna.
Eftir sauðburð má segja að ég hafi átt heima í mjólkurbílnum í 4 vikur, kom svona rétt heim til mín á kvöldin til að sofa og þvo mér en var þess á milli að eltast við hvíta gullið í Breiðafjarðardölum og Vestur-Húnavatnasýslu, held að ég hafi ekið um 10.000 km á þessum fjórum vikum. Nú svo er ég kominn á eyri Hvanna aftur og farinn að vinna þar hjá BV, sit þar og skoða tölur á daginn og reyni að gera eitthvað gáfulegt úr þeim, vona bara að það verði og ég geti þróað þetta út í BSc verkefnið mitt.
Síðan er það að frétta að sennilega hefði ég átt að gera tilraun til að lýsa slímhúðinni í hestinum frá koki til afturenda í prófinu í vor, því sjálfsagt hefði ég álpast til að skrifa einhver gáfuhugtök sem hefðu gefið mér þessa kommu sem uppá vantaði til að ná prófinu en hvað um það ég skemmti þremmenningunum þá bara aftur með misgáfulegum svörum um miðjan ágúst, kennara hafa víst svo gaman af því að fara yfir próf og verkefni.
Svo sagði ég öllu krepputali í tvo heimana í lok júní og keypti bíl í stað þess sem fékk útgefið dánarvottorð í mars. Yngdi upp um 11 ár og keypti bíl á 1650 þús kr., yfirtók lán á honum og allt. Maður verður víst að skulda nóg til vera einhvers metinn í þessu þjóðfélagi, allavega á krepputímum. Hélt mig samt við Toyotuna og fékk mér aðeins dekkblárri lit en á síðasta bíl sem gengur víst undir nafninu Baby-Blue núna í Kívílandi.
Njótið ... þar til næst ... hvenær sem það nú verður ...........



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 37525

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband