9.9.2008 | 15:34
Fréttaflutningur fjölmiðla
Nýsjálenskir bændur ákærðir fyrir vafasama heimaslátrun
Tveir nýsjálenskir bændur á fimmtugsaldri hafa verið ákærðir fyrir ómannúðlega meðferð á dýri eftir að hafa rekið kú í gegn með gaffallyftara.
Kýrin hafði veikst og stóð til að skjóta hana en þá vildi ekki betur til en svo að dýrið drapst ekki af skotinu. Skotfæri voru þá á þrotum svo annar bændanna ók lyftaranum á kúna og stakkst annar hluti gaffals lyftarans í gegnum hana. Þannig hugðist hann flytja dýrið til greftrunar en lögregluþjónn sem mætti honum á þjóðvegi sagðist ekki hafa trúað eigin augum þegar óskapnaðurinn mætti honum og kýrin í þokkabót enn á lífi. Hún var aflífuð hið snarasta og bændurnir ákærðir.
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.