Klukk

Hef ekkert betra að gera núna þar sem ég sit kvefaður og með hálsbólgu á Hvanneyri, einhverjir eftirverkir síðustu helgi.

Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:
1. Safnvörður Byggðasafns Dalamanna
2. Mjólkurbílstjóri hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal
3. Sauðfjársæðingarstöð Vesturlands
4. Starfsmaður Lawson Lea sauðfjárkynbótabús á Nýja-Sjálandi

Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:
1. Ásgarður í Hvammssveit
2. Heimavist FVA á Akranesi
3. Hvanneyri
4. Hér og þar á Nýja-Sjálandi í þrjá mánuði síðasta vetur

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Afskaplega lítill bíómyndamaður svo hér er fátt um svör

Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:
Einnig afskaplega lítill sjónvarpsþáttamaður, oftast það sem er í gangi hverju sinni. Einu sinni var með síðskeggja var í uppáhaldi sem krakki, hef núna lúmskt gaman að afríkuþættinum á miðvikudögum.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
1. Sumardagar
2. Sjálfstætt fólk
3. Pétrísk-íslensk orðabók
4. Ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton

Matur sem er í uppáhaldi:
1. Soðinn saltfiskur með kartöflum og mikilli hamsatólg
2. Nýtt saltkjöt með nýjum kartöflum, rófum og jafningi á haustin
3. Soðin blóðmör með jafningi
4. Óhrært skyr með púðursykri og rjóma

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):
1. mbl.is
2. eyjan.is
3. bondi.is
4. saudfe.is

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Danmörk
2. Nýja-Sjáland
3. Ýmsir staðir innanlands, þó ekki allir landshlutar, fer sjaldan í frí.

Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:
1. Einhversstaðar hressari en með kvef og hálsbólgu
2. Væri gaman að taka eina viku í sauðburði á Nýja-Sjálandi
3. Á þurrum stað, þar sem jörð tekur við rigningarvatni
4. Væri líka gaman að þvælast einhversstaðar um sléttur Afríku

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
1. Sigurður Þór Guðmundsson
2. Axel Kárason
3. Vagn Kristjánsson
4. Óðinn Gíslason

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband