10.9.2009 | 17:42
Mikið fjandi er brekkan brött!
Eins og titillinn gefur til kynna hugsa ég þessa daganna, hvað ég sé eiginlega búinn að koma mér útí og hvort þetta hvað verið rétt ákvörðun að fara út. Langar þá mest til að stökkva uppí næstu flugvél heim og hætta þessu en þá kemur á móti ég verð að gefa þessu tíma, ef ekki núna þá geri ég það sennilega aldrei. Enda ætla ég mér að þrauka hér fyrst fram að jólum og svo vonandi fram á vor og svo kannski annan vetur hér eða þá að ég klári ritgerðina heima þar sem veskið verður nánast tómt í vor nema kraftaverk gerist með verðlagið hér úti og íslenskan krónan taki að styrkjast til fyrra horfs.
Á hinn bóginn vísar titill færslunnar í leiðina sem ég labba í skólann en ég er fluttur á Solfallsveien 44 og síðasta brekkan hér upp götuna er fjandi brött, er þetta húsnæði í smá fjarlægð frá skólanum (2- 2,5 km held ég) og á maður sennilega eftir að halda sér í ágætisformi með því að labba í skólann, því ég er um 40 mínútur að labba í tíma enda er Husdyrfag byggingin þar sem landbúnaðar/fiskivísindi eru kennd höfð lengst í burtu, sennilega erum við fólkið sem höfum áhuga á þessu annað hvort svona skrítið eða illa lyktandi.
Held allavega að ég verði hér í vetur, afþakkaði allavega húsnæði á Pentagon í gær þegar skyndilega losnaði þar pláss, nenni ekki að flytja í hverri viku. Auk þess held ég að hér hafi ég það bara gott, hef stóra stofu, þráðlaust net, gervihnattasjónvarp, frystir, þvottavél og ýmis þægindi sem ekki eru á Pentagon, er hreinlega farinn að trúa því að Pentagon sé hálfgert fangelsi, m.v. sögurnar sem maður heyrir, allavega langar mig ekkert til að búa á þeim partýstað, legg frekar á mig að labba 30-40 mín lengur hvern dag, sá tími hlýtur að styttast þegar ég eyk æfinguna og skreflengdina í labbinu. (Verð að játa hér að ég lærði aldrei að hjóla þegar ég var lítill (minni) og efast um að ég geti lært það úr þessu)
Svo eru það kennsluaðferðirnar hér, ég hló nú pínulítið þegar ég mætti í fyrstu tímana og maður sá hvað nýjungagirni Íslendinga er mikil. Hér eru nefnilega krítartöflur enn og skjávarpinn er bara rétt að hefja innreið sýni, enn til kennarar sem nota bara gamla skjávarpann með glærum. Þó er örlítið um kraftbendilssýningar, held að Hvanneyringar hafi það bara of gott með skoli.is og upptökur á námsefni.
Í dag var sól og fínasta veður úti, bændur farnir að þreskja korn sem er í misjöfnu ásigkomulagi eftir rigningar sumarsins, skilst að hafi verið 3 dagar í ágúst sem ekkert rigndi hér á þessu svæði. Enda er ég mun jákvæðari í dag en í gær, markmið dagsins í dag var að skilja 5% af námsefni dagsins, komst að því að ég skildi meira en það og gat gert æfinguna nokkuð skammlaust, þó ég þurfi að rifja svolítið upp, mjög ógnvekjandi jöfnur sem maður er að fást við á hverjum degi. Allavega kom einn af þeim sem ég er í tíma með (frá langtíburtistan, bangadesh minnir mig) og leitað ráða hjá mér, ég gat útskýrt eitthvað og upplifði mig nokkuð gáfaðan í smá stund.
Já, síðan fór ég í norskutíma á mánudaginn, græddi lítið á honum, sýnir sig að eitthvað situr eftir að grunnskóladönskunni því þeir sem voru með mér þar skildu lítið enda flestir frá Asíu svo ég held ég horfi bara áfram á norska barnatímann og nái mér í norskar léttlestrarbækur, held maður læri norskuna hraðar svoleiðis.
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gefast upp!!! Du kan gjöre det gutten min........
Ragna (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 18:41
Þú átt eftir að skilja meira og meira eftir því sem dagarnir líða!!! YOU CAN DO IT
Gagga systir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 19:46
innviðir pentagon eru ekki kræsilegir...gat ekki skilið hvernig Sigga þraukaði þarna, en hún er nú úr húnavatnssýslu. Vona að þú hafir það gott!
silja (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 22:16
Sæll, þú átt alveg eftir að standa þig þarna úti. Er sammála Silju, þú ert heppinn að vera ekki á pentagon. Mín eina minning um hvað var slæmt við noregsdvöl mína,allt annað bara góðar minningar. Njóttu dvalarinnar:)
Anna Lóa (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 16:39
...gleymdi að segja áðan... Pentagon-dvöl kenndi manni bara gott að meta:)
Anna Lóa (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.