15.9.2009 | 14:57
y = Xb + Zu + e
Annars er maður bara svona smásaman að koma sér fyrir, ætla fara til Oslóar á eftir að kaupa eins og eitt stykki rúm ef mér líkar það, fer ekki vel með hávaxinn mann að sofa í of litlu rúmi til lengdar.
Síðan held ég að sé alveg ljóst að maður á ekki eftir salla á sig hér í vetur, matur er dýr og maður leyfir sér nú ekki allan munað í þeim efnum. Allavega er ég strax farinn að þrengja beltið á buxum til að þær haldist uppi. En maður má nú ekki svelta sig heldur, því þá verður maður skapvondur og allt ómögulegt, þess vegna eyðir maður góðum tíma út í búð þegar maður verslar í að finna ódýrar vörur. Til dæmis er margfalt ódýrar að kaupa 18 egg saman en 6 egg í pakka.
Til að gefa lesendum innsýn í verðlagið er hér hluti af síðasta innkaupaseðli mínum: 500 gr hakk, 34,9 krónur (733 ISK), 1 lítri mjólk á 13,9 krónur (292 ISK), 1 lítri AB-mjólk á 26,5 krónur (557 ISK) Bananar 16,5 krónur/kíló (347 ISK), grænmetisblanda (gulrætur, brokkóli og blómkál), 25 krónur (525 ISK) o.s.frv. Þannig að maður leyfir sé nú ekki hvaða munað sem er, hef ekki enn þorað að líta á bjórverðið, drekk bara vatn, það er þó frítt í krananum eins og á Íslandi.
Það sem sló þó öllu við í verðlaginu var þegar ég borgaði skólagjöldin, þau voru ekki há eða 340 krónur, en í bankanum var tekið 75 króna þjónustugjald fyrir að borga reikninginn eða rúmlega 1500 ISK, það er ekki nema von að íslenska bankakerfið hrundi, þeir kunnu ekkert að innheimta þjónustugjöld samanborði við frændur þeirra í Noregi.
En þangað til næst ... har det bra og endilega kommentið
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér sitjum við nú bara og lærum að brúka endnote... Það er ansi einfalt miðað við þetta hjá þér...
Einar Kári (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:56
Það margborgar sig fyrir þig að fá þér norskan bankareikning og heimabanka til að losna við færslugjöldin sem eru alveg himinhá þarna, er sammála þér í því. Maður er liggur við rukkaður fyrir að ganga inn í bankann!
En gangi þér allt í haginn, ég veit það af reynslu að þetta er erfiðast fyrst en batnar alveg ótrúlega mikið þegar á líður!
Kveðja frá Íslandi
Sigga systir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.