Er ekki best að blogga snemma morguns

Sit og er að borða morgunmat, sem samanstendur af hafragraut og tebolla. Þarf að fara haska mér af stað í tíma til Odd Vagens, þar sem ég án efa ekki eftir að skilja neitt afskaplega mikið. Sjáum þó til. Að læra á norsku, með kennsluefni á ensku en hugsa allt á íslensku er ekkert mjög góð blanda.

Í þessari viku hef ég aðallega verið að reyta hár mitt yfir línulegri algebru en ég ákvaða að taka svoleiðis áfanga, annað hvort er ég búinn að tapa öllum stærðfræðihæfileikum mínum eða þá að þessi hluti stærðfræðinnar er erfiður, hallast frekar að fyrri liðnum. En í þessu fagi þarf ég semsagt að skila einu skylduverkefni núna eftir helgi (svo ég komist heim til Íslands í seinni leit með þokkalegri samvisku) en það veitir síðan próftökuréttinn í desember. Vonandi tekst mér að klára það. Kennslan í áfanganum er hins vegar að mestu búinn í næstu viku.

Hef heldur ekki komist í alla tíma, þar sem ég á t.d. að vera í þessu fagi og hjá Vagnen á sama tíma. Síðan mætti ég galvaskur í æfingartíma í algebru á þriðjudaginn, hef ekki haft tíma til þess áður, þá fór ekki betur en svo að kennarinn var forfallakennari sem viss lítið. Svo ég sendi aðalkennaranum póst og spurði hann út í eitt dæmið og hann gat nú svarað því en sagði mér líka að tala við æfingarkennarann, ekki alltaf við sig. Gallinn er að ég veit ekkert hvað æfingarkennarinn minn heitir, sem þýðir að allt er í tómu tjóni. En sem sönnum Íslendingi er ég fullviss um að þetta reddist.

Í gærkveldi grilluðum við í Íslendingarnir hér í Ási saman, aðallega maís sem hluti hópsins fór að týna í gær. Var rökrætt um ýmsa hluti í framhaldi af því, misgáfulega. Haustið er eitthvað farið að láta sýna sig hér í Ási, þó hitinn ná alltaf 2 stafa tölu yfir hádaginn. Hins vegar held ég að hann sé nálægt frostmarki í sumum húsum skólans því Norðmenn eru svo sparsamir og tíma ekki að kynda húsin. Þannig að maður verður hálfpartinn að vera dúðaður með húfu og vettlinga ef manni dytti til dæmis í hug að lesa á Skógargarði en þar er lesaðstaða nema í Husdyrfag.

En síðan er það stóra spurningin ætti maður að skipta um bloggsíðu í ljósi frétta gærdagsins, vill náttúrulega enginn bendla sig við Moggann lengur? Held ekki, finnst nýir ritstjórar að mörgu leiti góðir, sérstaklega í ljósi þess að þeir munu ekki kokgleypa við öllum fyrirmælum og fréttum frá klíkunni í Brussel. Vonandi munu Íslendingar bera þá gæfu að halda sig víðsfjarri þeirri klíku næstu árin og áratugina.

Þar til næst, hafið það gott og endilega kommentið .................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast ;)  

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 07:27

2 identicon

Odd Vangen er öflugur kennari, þú átt eftir að læra ýmislegt hjá honum! :)

Elin Færeyingur (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 08:47

3 identicon

Sæll kappi

Ég var náttúrulega löngu búinn að gleyma tilvist þessarar bloggsíðu og af þeim sökum hef ég farið á mis við alla umfjöllum um fyrstu daga þína í víking í Noregi. (Ég geri mér samt grein fyrir að þú ert ekki í Viking í Noregi).

Ástæða þessara skrifa er nú fyrst og fremst að vara þig við því að ég gæti hringt í þennan tölvusíma hjá þér einhverntíman við tækifæri til að ræða um heimsmálin, hrútakosti og náttúrulega norskar heimasætur a.k.a. Nollur! (slanguryrði sem dregið er af íslenska orðinu "Rollur").

Lifðu heill og varaðu þig á þessum Norðmönnum. Það hefur örugglega verið góð ástæða fyrir því í "denn" að forfeður okkar stigu um borð í nánast hvaða timburíláti sem flaut og drifu sig hingað upp á þetta veðurbarða sker (Ég vill samt benda á það, að þeir sem fóru í allra lélegustu timburílátin eru líklega ekki forfeður okkar nema að þeir hafi verið vel syndir. En við látum það liggja á milli hluta).

 Mbk,

SRR   

Sveinn Rúnar (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband