Til Noregs á nýjan leik

Þá er maður kominn aftur í Ás eftir nokkra góða daga á Íslandi í smalamennskum, fjárragi og sláturvinnu. Mjög svo feginn að ég skildi fara heim til Íslands þar sem faðir minn veiktist og var fluttur á sjúkrahús, veit ekki hvernig ég hefði verið hér úti, vitandi af honum á spítala. Sprakk í honum botnlanginn, sem er ekki það skemmtilegasta sem maður lendir í, þekki það frá jólunum 1995 þegar ég eyddi þeim á sjúkrahúsi af sömu ástæðu, sennilega arfgengt. En hann er kominn heim og óðum að hressast og verður vonandi þokkalega vinnufær í lok mánaðar.  Þannig að það kom í minn hlut að velja líflömbin þetta árið og senda í slátrun, vonandi tókst það bærilega, kemur í ljós næsta vor hvort einhverjir gallagripir hafi læðst með.

Hér hefur kuldinn heldur hert tökin, allavega finnst mér kaldara hér en á Íslandi, þó hér sé rólegrar veðurfar, sól og blíða úti en ekkert sérlega hlýtt. Ekki sama rokið og var á Kjalarnesi á föstudaginn, hef aldrei farið þar um og mætt jafn fáum bílum um miðjan dag á föstudag. Var þá að koma frá Selfossi þar sem ég afhenti restina af sláturlömbunum, var gerðin í þetta skiptið 9,06 og fitan 6,33 og þunginn 15,8 sem þýðir að það er kílói léttara en í fyrra, mun minni fita og aðeins lakari gerð en samt tel ég þetta allt eðlilegt miðað við að slatti af lömb fæddist í júní þetta árið þar sem einn hrútur klikkaði á fyrri hluta fengitíðar.

Og já, ætli verið ekki veisla hjá manni í matinn núna, uppstaðan í ferðatöskunni minni út var kjöt, íslenskt lambakjöt, nánar tiltekið frá Ásgarði. Rétt komst í frystinn, þarf að vera duglegur að borða, svo það verði pláss fyrir meira kjöt eftir jólafrí sem ég vona að byrji fyrr en seinna í desember.

Síðan er ég sérlega ánægður með norska ríkið núna sem veitti mér smá styrk til náms hér sem er gott þar sem gengið á krónunni er ekkert alltof hagstætt, fer heldur uppávið ef eitthvað er þannig að ég fór í bankann í dag til að stofna bankareikning svo ég geti flutt dágóða upphæð út og ekki þurft að hugsa um gengi í hvert skipti sem maður verslar.

Í þessari Íslandsdvöl minni varð ég einnig vitni af bílslysi ca. 10 metrum fyrir framan mig þar sem ég var að gá að fé á túninu, þar sem ökumaður sofnaði undir stýri og endaði á hvolfi ofaní skurði. Blessunarlega slapp hann alveg ómeiddur en ég hef aldrei hlaupið jafnt hratt eftir hjálp og í þessu tilviki þar sem ég var ekki með síma á mér, var langt fram eftir kvöldi að fá eðlilegan hjartslátt aftur, hugsa að mér hafi brugðið meira en konunni sem var undir stýri.

Síðan varð mér ekki að ósk minni um það sem ég setti fram í síðasta pistli, ég þarf að baksa í öllum þessum þremur áföngum það sem eftir er annar þar sem ég stóðst stærðfræðina og hef öðlast próftökurétt.

En þar til næst hafið það gott ... og endilega kommentið !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi nú bara, það var eins gott að þú fórst heim! Enn betra að þú komst aftur og stefnir á þrjú próf fyrir jól, lykke til ;)

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 16:03

2 identicon

Velkominn til Noregs aftur:) Til hamingju með lömbin þetta lítur ekki slæmt út hjá ykkur á Ásgarði :) Gangi þér vel með áfangana ;)

Anna Lóa (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 16:21

3 identicon

Frábært að þú skyldir fá styrk :) Glæsilegt með stærðfræðina, vona að glósurnar mínar komi að gagni!! :)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 19:07

4 identicon

Gott þú naust íslandsdvalar.. Hafðu það gott þarna ytra... og lærðu sem mest... kveðja frá Holtungum

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband