26.10.2009 | 09:13
Norræn velferð ...
... veit ekki alveg útá hvað hún gengur, en hluti af henni hlýtur að vera eftirlits/skráningarkerfið í hverju landi fyrir sig. Reynsla mín af því að flytja aðsetur milli landa er nú sú að þetta er gríðarleg skriffinnska sem tekur dágóðan tíma að koma sér í gegnum. Spurning hvort það taki jafn langan tíma að komast inní íslenska kerfið aftur að loknu námi hér í Noregi.
Fyrst af öllu varð að tilkynna flutning til Noregs á skattstofu í SKI í byrjun september til að fá norska kennitölu. Úrvinnsla þeirrar umsóknar tók 4 vikur og beið mín ný kennitala þegar ég kom aftur til Noregs eftir Íslandsferð í byrjun október. Þá gat ég sótt um bankareikning og ýmislegt fleira.
Fór ég því í DnB bankann hér í Ási og stofnaði bankareikning. Það tók um 20 mínútur í bankanum en síðan liðu 2 dagar, þá kom PIN númer reikningsins í pósti, daginn eftir leiðbeiningar um símabanka og grunnnúmer til að komast í heimabankann. Þriðja daginn kom síðan bankakortið sjálft í pósti og fjórða daginn kom tilkynning um að ég ætti einkennislykil að heimabankanum á pósthúsinu. Stormaði ég því næsta dag á pósthúsið og fékk heimabankann minn. Þurfti að framvísa vegabréfi til að fá sendinguna afhenda. Þá fyrst treysti ég á að senda pening af stað frá Íslandi á nýja reikninginn, það tók 2 daga. Og bæði Kaupþing á Íslandi og DnBNor hér í Noregi tóku ágæta þóknun fyrir að senda peningana af stað og taka við þeim hér.
En það er víst ekki nóg að vera með bankareikning, einnig fékk ég sent bréf frá heilsugæslunni um að ég þyrfti að velja mér heimilislækni. Opnaði ég þá heimasíðu og þar þurfti ég enn eitt lykilorðið til að stofna aðgang þar. Í raun ekki hægt að kalla það eitt LYKILORÐ heldur þurfti ég að sækja um sérstakt skjal hjá skattinum með 20 PIN númerum fyrir mína kennitölu, við innskráningar er ég síðan beðinn tilviljanakennt um 1, 2 eða 3 af þessum PIN númerum.
Þegar þetta skjal barst í hús gat ég opnað mitt svæði hjá lækninum og valið lækni. Á síðan eftir að fá staðfestingu í bréfpósti að sú skráning hafi verið í lagi. En svo maður haldi nú áfram þá er ekki nóg að vera kominn með lækni hér heldur þarf maður að sækja um evrópskt sjúkratryggingarkort þannig að ég sé sjúkratryggður á Íslandi þegar ég fer í jólafrí þangað gegnum Noreg, sambærilegt og ég sótti um slíkt kort á Íslandi áður en ég fór út. Vona bara að ég þurfi ekki að leita til læknis þann tíma sem ég á eftir að dvelja hér úti.
En eins og sjá má af þessu er býsna margt sem þarf að gera til að verða löglegur þegn í nýju samfélagi jafnvel þó maður stundi bara nám í einn vetur, kannski tvo. En pappírsreynsla sem þessi er víst einnig skóli og vistast einhversstaðar inní reynslubankann. Sjálfsagt á einhver pappírsvinna eftir að bætast við ef einhver umsókn hefur gleymst, mér finnst ég nú samt vera búinn að gera nóg.
Annars gengur lífið sinn vanagang ... lítið var um lærdóm um helgina, eldaði íslenska kjötsúpu hann Íslendingunum hér í Ási á laugardaginn. Skrapp til Svíþjóðar í verslunarleiðangur á miðvikudag, alltaf gott að komast þangað, fór í keilu á föstudagskvöldið, þar sem ég átti stórleik í að hitta ekki. Og svo var klukkunni breytt hér um helgina þannig að tímamunurinn á Íslandi og Noregi er ekki nema klukkustund núna.
Þar til næst .... hafið það gott.
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona til að skemmta þér þá byrjar vesenið fyrst þegar þú þarft að fara til læknis, norska heilbrigiðiskerfið er að mínu mati alveg ömurlegt (tala af reynslu). Reyndu þess vegna að komast hjá því að slasa þig þarna!
Reyndar get ég glatt þig með því að það er ekkert mál að komast aftur inn í íslenska kerfið, bara 1 eyðublað sem þú getur fyllt út heima.
Kveðja frá Íslandi
Sigga systir (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 09:53
Eg get vottad ad Sigga talar af reynslu...spurning um ad fordast alla hlaupandi Nordmenn...hahaha!!! Takk fyrir kjøtsupuna sl. laugardag :o)
Gunna (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.